Ályktun flokksráðs VG
29.8.2009 | 17:32
Það var sem mig grunaði, flokkráðsfundur Vg sem haldin var á Hvolsvelli sá ekki ástæðu til að nefna í ályktun sinni einu orði um afstöðu flokksins til ESB umsóknarinnar og hvernig það mál var meðhöndlað af forystunni og er greinilegt að það mál er orðið af algjöru tabú máli meðal flokksforystunnar. Hér hafði Vg gullið tækifæri til að útskýra fyrir félagsmönnum og kjósendum hans afstöðu flokksins og fyrir þingmenn að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessu veigamikla hitamáli sem ESB er meðal félagsmanna Vg og kjósenda hans. Nei heldur var valin sú leið sem síst var að minnast ekki á það óheillamál í þeirri von að yfir fenni, þeim mun ekki verða að þeirri ósk sinni..
Hafið skömm fyrir.
http://www.vg.is/frettir/eldri-frettir/nr/4249Fjármagnstekjur skattlagðar eins og laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það verður ekki nefnt í nánustu framtíð hjá þessu fólki (esb málið), allavega er ég nokkuð viss um það.
Mér þykir hins vega áhugavert að heyra þetta með kynja verkin....
Það er nefnilega þanni að það er orðið nokkuð um að konur séu í verktakabransanum að keyra vörubíla og vinna á öðrum tækjum. Ekki munu kvennastörfin því vera eingöngu í heilbrygðisgeiranum eins og skylja má á fréttinni.
Það er verið að loka á þessi "karlastörf" hvort eð er þar sem ekki má byrja verklegar framkvæmdir. Það verður plokkað af heilbrygðiskerfinu, löggæslu, öryrkjum, öldruðum, og þeim lægst launuðu eins og alltaf áður.
Ég er svo nokkuð ánægður með að þú titlir þig sem "fyrverandi félagsmann VG". En það er nokkuð sem ég ætti kanski að gera líka.
Þetta fólk sem starfar á vegum VG á þinginu er búið að klúðra flestu því sem VG átti að standa fyrir, reyna svo að kenna fyrri ríkisstjórnum um.
Þetta heitir bara að " Sjá flísina í auga náungans en ekki bjálkann í sínu egin".
Góðar stundir
Kveðja
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 29.8.2009 kl. 17:43
Ég er þér sammála Ólafur þetta er ein hörmungarsaga.
Rafn Gíslason, 29.8.2009 kl. 17:50
Maður vonaði það að fólkið myndi skýrast við það að koma í góða loftið og veðrið hér á suðurlandi. En þau geta þó komið við í Hveragerði og fengið sér ís með bjórbragði.
Axel Þór Kolbeinsson, 29.8.2009 kl. 17:58
Það afsakar ekki svik við kjósendur og þjóðina að verið sé að moka skít hinna flokkanna. Og hvað með skít samspillingar-skrýpisins? Þeir voru jú í ríkisstjórn við stofnun ICESAVE. Og ekki bara voru í ríkisstjórn, heldur var bankamálaráðherrann úr skrýpa-flokknum. Hver er þá núna að moka þeirra skít? Nei, núna bæta þeir við hann jafnóðum og þeir moka þann gamla. Og aftur, mér er nokkuð sama hvað VG hefur að segja núna, of seint.
ElleE (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 19:02
Það er ótrúleg niðurlæging sem VG gengur í gegnum. Hvorki ESB né Icesave-málið nefnd á nafn ! Maður fer að trúa sögusögnum um að þetta sé siðspillt og einskis nýtt lið.
Loftur Altice Þorsteinsson, 29.8.2009 kl. 19:45
Loftur!! VG fer eftir stjórnarsáttmálanum um þetta mál. er það ekki rökrétt framgansmáti. Og heilbrigð vinnubrögð.Ekki er betri málflutningurinn hja Ihaldinu þvílikt bull hja Bjarna ben. Hann ætti að segja afser þessari formennsku.
Árni Björn Guðjónsson, 29.8.2009 kl. 20:24
Það er ekkert sem réttlættir svik VG við kjósendur sína og það er AUMKUNARVERT að vísa í stjórnarsáttmálann Árni Björn, hófust ekki svikin þar????
Jóhann Elíasson, 29.8.2009 kl. 20:37
Er það svo Árni, að í ályktun flokksráðsfundar megi ekki nefna þau mál sem getið er um í stjórnarsáttmála ? Ég hef ekki áður séð svona vitleysu !
Loftur Altice Þorsteinsson, 29.8.2009 kl. 20:52
VG fer eftir stjórnarsáttmálanum um þetta mál.
Þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda sinna. Þeir sækja ekki umboð sitt til eins eða neins stjórnarsáttmála sem er gerður eftir kosningar.
Ef stjórnmálamenn geta ekki sagt það sem þeir hugsa þá erum við stödd í Sovétríkjunum á ný.
Vinstri grænir eru nú staddir í Sovétríkjum Steingríms J. Sigfússonar á ný. Umboðslausir kosningasvikarar!
Gunnar Rögnvaldsson, 29.8.2009 kl. 22:22
Ályktun sú sem var borin fram um ESB var felld.
Héðinn Björnsson, 30.8.2009 kl. 00:27
Rafn og allir að ofan. Vil benda á þessa síðu:
http://skulablogg.blog.is/blog/skulablogg/entry/939816/
ElleE (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 01:09
ég sæi það gjarnan að þessi flokkur eyddist burt af sjónarsviðinu í næstu kosningum það er eiginlega nóg komið af tískunöfnum í íslenskri pólitík, pælið í þessu ! vinstri/grænir, hvað segir þetta nafn ? bara bull, hvernig lætur ! hægri/rauðir í eyrum ? þetta er kjánaskapur fyrir "followers of fashion" ekkert innihald í neinu sem kemur og engu treystandi af þessu krataliði, hefur aldrei verið heldur, vinstri sinnu kratapólitík er dauðadómur fyrir alla íslenska framleiðslu og tilveru !
tökum upp persónuval með skilyrði fyrir ábirgð á gerðum sínum !
Byltingin er að vakna ! Lifi Byltingin !!!
kveðja, sjoveikur
Sjóveikur, 30.8.2009 kl. 13:18
Héðin Það kemur mér ekki á óvart eftir það sem undan er gengið og er bara að harma hvernig búið er að eyðileggja flokkinn enda ber fylgi hans í skoðanakönnunum þess merki og gæti farið svo að Sjóveikum yrði að ósk sinni í næstu kosningum.
Rafn Gíslason, 30.8.2009 kl. 14:59
Skrif Gunnars hér að ofan eru samkvæmt mínum skilningi rétt. Flokkurinn sækir fylgi sit og umboð til setu á alþingi til kjósenda sinna, og ef hann ætlar sér að vera trúverðugur og tryggur kjósendum sínum ber honum að fara eftir þeim kosningaloforðum sem hann gaf kjósendum sínum. Breyti hann hinsvegar stefnu sinni og áherslum er það réttmæt krafa að kjósendum hans sé gert grein fyrir því af hverju það er. Það hefur ekkert með stjórnarsáttmála að gera.
Rafn Gíslason, 30.8.2009 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.