Aftur hótanir.
11.8.2009 | 13:14
En og aftur stendur Vinstrigreifinginn grænt framboð frami fyrir hótunum af hendi Samfylkingarinnar um stjórnarslit ef ekki er gert eins og þeyr vilja. Telur nokkur félagsmaður VG að þessi framkoma í garð VG sé uppbyggileg og líkleg til þess að þessi ríkisstjórn ná árangri í störfum sínum, tæpast.
Í aðdraganda ESB atkvæðagreiðslunnar var því haldið fram af stjórninni að sérhver þingmaður ætti að láta samvisku sína ráða för um hvar atkvæði hans lenti í því máli, maður skildi því halda að þá ætti að gilda sömu rök um atkvæðai þingmanna varðandi Icesave samningin og við ESB atkvæðagreiðsluna.
En viti menn þegar líkur voru á ESB færi ekki í gegn um þingið og nú þegar Icesave samningurinn er í uppnámi þá er og er gripið til hótana og men kallaðir inn á teppið til að berja þá til hlýðni, það gerðist í ESB málinu og virðist vera að endurtaka sig nú. Þessi framkoma er ekki til þess fallin að byggja upp trausta stjórnarhætti og tiltrú á ríkisstjórninni, síður en svo og nú þurfa þingmenn VG að gera upp hug sinn og spyrja sig þeirrar samvisku spurningar hvort að samstarf sem er byggt á svona grunni er eitthvað sem þingmenn VG vilja vera hluti af. Ég efa að ef grasrótin í VG væri því sammála að haldið sé svona á málum fyrir hönd flokksins.
Djúpstæður klofningur hefur myndast innan VG vegna þess hvernig forustan meðhöndlaði ESB málið og ef Icesave málið á að fara í sama farveg þá er hætt á því að flokkurinn klofni endanlega. Ég hef haft spurnir af þingmönum VG sem eru búnir að fá sig full sadda af þessum vinnubrögðum og undirlægjuhætti flokks forustunnar við Samfylkinguna, og má því fullyrða að VG sé á tímamótum hvað einingu og framtíð flokksins varðar.
Ríkisstjórn á suðupunkti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stálhnefinn er greinilega ekki einkaeign Ingibjargar Sólrúnar. Hann fylgir formannsembættinu í Samfylkingunni og nú er Jóhanna farin að nota hann grimmt.
Haraldur Hansson, 11.8.2009 kl. 13:21
Haraldur það ber ekki á öðru því miður.
Rafn Gíslason, 11.8.2009 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.