Stöðugleikasáttmáli hvað?

Það má vel taka undir orð Vilhjálms Birgissonar formanns verlýðsfélags Akraness. Kjör launþega hafa vægast sagt versnað herfilega síðustu misserin og eiga eftir að versna enn frekar. Sá stöðugleikasáttmáli sem gerður var fyrr í sumar hefur sýnt sig vera marklaust plagg. Frá því hann var gerður hafa dunið yfir verðhækkanir frá hinum ýmsu aðilum bæði í einkageiranum og frá því opinbera og það með tilheyrandi hækkunum á vísitölunni. Sú skjaldborg sem ríkisstjórnin gaf fyrirheit um að reisa ætti um fyrirtæki og heymili er í versta falli veikburða tjaldborg sem rifna mun fyrstu vindkviðunum þegar frysting gjaldeyrislána linnir og þegar þau hellast yfir lántakendur af fullum þunga. Það verða ekki mörg heimili sem þola munu slíkt áhlaup og með þann launastrúktúr sem nú er verið að innleiða, og með þá veikbyggðu skjalborg sem ríkisstjórnin ætlar þeim til varnar. Hvað ríkisstjórnin ætlar sér þá til bragðs að taka getur maður einungis látið sig dreyma um, en ef dæma má af ummælum félagsmálaráðherra og viðskiptaráðherra þá verður það hvorki mikið eða burðugt.

 


mbl.is Sáttmálinn marklaust plagg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Már Sigurbjörnsson

Sammála þessu. Eina lausnin núna er að flýja af þessu skeri ætli þeir sér ekki að passa upp á fjölskyldurnar í landinu með öðrum hætti en að hækka öll útgjöld hjá þessu fólki.

Jóhann Már Sigurbjörnsson, 6.8.2009 kl. 15:08

2 identicon

Sammála,

Sammála,

Ekkert að gera í stjórnmálum varðandi fjölskyldurnar í landinu og verkalýðshreyfingin - fyrir utan Villa - heyrist ekkert í þeim, held það sé kominn tími á nýtt blóð í verkalýðshreyfinguna!¨!

Lífeyrissjóðirnir að skerða sínar greiðslur - ekki heyrist múkk í verkalýðshreyfingunni enda er hún beggja megin boðs í mörgum sjóðum.

Hvar endar þetta? 

inga (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 09:27

3 identicon

Seiga má að við höfum öll sofið á meðan allt sem átti að skipta okkur mestu máli var sóað eða stolið. Nú þarf fólk að mæta þessum erfiðleikum með reisn því við skuldum afkomendum okkar það. Vilhjálmur á Akranessi , Aðalsteinn frá Húsavík og formaðurinn í Drífand í Vestmannaeyjum eru þær raddir sem verkafólk þarf á að halda í DAG.Kveðja til ykkar.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband