Er VG að breytast í stóriðjuflokk?

Hvað skildi þessi grein segja okkur um samstöðuna innan VG? Hvað er átt við hér? Er verið að beygja einhverja til fylgis við stóriðju framkvæmdir innan VG? Hver er kveikjan að þessari grein sem er að finna á smugan.is

http://www.smugan.is/pistlar/fastir-pennar/ingibjorg-elsa-bjornsdottir/nr/2218

Er VG að breytast í stóriðjuflokk?

Um baráttuna gegn tortímandi öflum innan VG

27.7.2009 14:07 Ingibjörg Elsa Björnsdóttir

Vinstri græn standa nú frammi fyrir vanda sem flokkurinn hefur sjaldan staðið frammi fyrir fyrr. Flokkurinn er orðinn of vinsæll og hann er líka kominn í ríkisstjórn. Segja má að þetta sé draumastaða sérhvers stjórnmálaflokks, en vandi fylgir vegsemd hverri.

Tækifærismennska og hráskinnaleikur

Það eru nefnilega svo margir tækifærissinnar innan stjórnmálanna, aðilar sem einfaldlega skrá sig í þá stjórnmálaflokka sem hafa völd á hverjum tíma, - tækifærissinnar sem síðan reyna að eyðileggja flokkana innanfrá, með því að spilla sannfæringu þeirra og stefnumiðum (sem flækjast hvort eð er fyrir þeim sem eru tilbúnir að selja allt fyrir völd). Þannig fer ekki hjá því að til séu dæmi um það að fólk hefur verið að skrá sig í flýti úr Sjálfstæðisflokknum og skrá sig í VG. Fólk þetta segist einfaldlega hafa „frelsast" og séð ljósið og að það hafi breyst í vinstrimenn á einni nóttu. Þetta kalla ég ekkert annað en einbera tækifærismennsku og hráskinnaleik.

Po príkazaníje tovaríshja Stalína!

Vaxi vinsældir VG um of, þannig að flokkurinn fyllist af fólki sem hefur persónulegan frama eingöngu að leiðarljósi, er hætt við því að stefnumið flokksins, róttæk vinstrimennska, mótmæli gegn stóriðju og andstaða við ESB verði hjóm eitt.  Að vísu hafa alltaf verið stóriðjusinnar innan VG, - gamlir stalínistar og „vinstri menn" sem telja sig einungis til vinstri, en hafna algjörlega grasrótinni og hinum grænu áherslum VG.  Íslenska stóriðjan er einmitt stalínísk og alræðisleg í eðli sínu. Hún vex ekki eðlilega upp úr grasrótinni, heldur er stóriðjuvæðingunni hrint í framkvæmt samkvæmt skipun að ofan líkt og félagi Djúgashvili sæti sjálfur við stjórnvölinn (po príkazaníje tovaríshja Stalína! Allir Rússar muna eftir því hvað það merkti).  Ég skora á þá innan flokksins sem þora að rökræða við mig um stalinisma og marx-lenínisma og stóriðju að koma út úr rottuholunum! Verði ykkur að góðu!

Barátta gegn tortímandi öflum

Það sem mér finnst þó sorglegast í þessu sambandi að við sem höfum staðið umhverfisvaktina í áratugi og þurft að gjalda fyrir með blóði, svita og tárum, skulum nú neyðast til að hefja baráttu gegn tortímandi öflum sem eru að verki innan okkar eigin raða  - innan VG. Hingað til héldum við í íslensku umhverfishreyfingunni  að við værum að berjast við lærisveina Milton Friedmanns í Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og jafnvel Samfylkingunni, frjálshyggjupostulana, stórfyrirtækin og hið erlenda auðmagn stórkapítalsins sem hefur verið að fjárfesta í nýtingarrétti á íslenskum auðlindum.  Mér skilst að hagsmunir stórfyrirtækja á borð við Bechtel og Alcoa ráði mestu í lobbýismanum í bæði Washington og Brussel, - ekki hagsmunir einstakra þjóðríkja og við sem höfum barist svo lengi eigum nú að horfa upp á það að VG sé breytt með valdbeitingu í bæði stóriðju og ESB - flokk.  Við getum ekki annað en mótmælt og sagt einfaldlega NEI! Kemur ekki til greina! Það eru ákveðin takmörk fyrir því hvað hægt er að láta yfir sig ganga! Ennþá logar eldurinn í glæðum öreigabyltingarinnar, og þeir sem ekki vita hvað bylting er ættu kannski betur að halda sig heima.

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband