VG - Icesave og ESB.
17.7.2009 | 23:48
Það vit það allir sem vita vilja að ef Icesave samningnum verður frestað þá þíðir það sjálfkrafa frestun á ESB viðræðunum og verði honum hafnað þá þíðir það að ekkert verður af ESB aðild svo einfalt er það. Icesave samningurinn er gjaldið fyrir greiðum samninga viðræðum við ESB. Það verða sömu hótanir upp á borðinu af hálfu Samfylkingarinnar hvað þennan samning varðar og við ESB aðildina, ef VG fellir Icesave samningin þá er stjórnarsamstarfið búið og VG mun beygja sig fyrir þeim hótunum eins fyrri daginn. Með sama áframhaldi verður ekkert eftir af trúverðugleika VG ef hann er þá nokkur eftir. VG mun verða ein rjúkandi rúst áður en sumarið er búið með þessu áframhaldi, og ekki annað að sjá en að forusta VG og þingmönnum flokksins sé nokkuð sama um það.
Frestun Icesave slæmur kostur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vertu ekki of viss með þetta, Rafn, Ísland er nefnilega margfalt mikilvægara Evrópubandalaginu heldur en Icesave-peningarnir.
Jón Valur Jensson, 18.7.2009 kl. 01:43
Jón Valur ég er ekki svo viss um það en Það á eftir að koma í ljós, ég held að þeim sé ansi mikið í mun um að löggjöfin um innistæðutryggingasjóð haldi og málið snúist að miklu leiti um það..
Rafn Gíslason, 18.7.2009 kl. 15:41
Ágúst ég mun eftir fremsta megni gera það því mát þú trúa.
Rafn Gíslason, 18.7.2009 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.