Forusta VG hefur misst allan trúverðugleika:

Frá og með deginum í dag hefur forusta VG misst allan trúverðugleika. Að segja eitt og síðan framkvæma allt annað getur ekki talist trúverðugt. Forustan hefur selt sig fyrir stjórnarsamstarf og ráðherrastóla þrátt fyrir ítrekaða andstöðu félagsmanna VG allt fram á síðustu stundu, því það var reynt að tala forustuna til að framfylgja stefnu flokksins eða til að í það minnsta setja málið í tvöfalda þjóðaratkvæðisgreiðslu. Forustan valdi hinsvegar þann kostinn að hafa skoðanir félaga sinna að engu og mun hún þurfa að standa félögum sínum í flokknum skil á þeirri afstöðu.
mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Heiða Valbergsdóttir

Ég mun aldrei kjósa VG aftur og tel að svo verði um mjög marga. Ég ákvað að kjósa VG á lokasprettinum þegar Ögmundur sannfærði mig um að VG vildi ekki inn í ESB. Þarf að segja meir...

Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, 16.7.2009 kl. 14:47

2 Smámynd: Rafn Gíslason

Ég ákvað að yfirgefa flokkinn fyrr í vikunni og skil þig vel. Ögmundur á margt óútskírt fyrir kjósendum sínum.

Rafn Gíslason, 16.7.2009 kl. 15:08

3 Smámynd: Andrés Rúnar Ingason

Ég er á móti aðild að Evrópusambandinu og ég er á móti því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. En, ef á annað borð er samþykkt að sækja um aðild, þá vil ég að það sé gert, samningar kláraðir og bornir fullbúnir undir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þegar aðildarsamningurinn að Evrópusambandinu hefur verið felldur, hætta menn vonandi að tilbiðja þennan hjáguð.

Andrés Rúnar Ingason, 16.7.2009 kl. 17:32

4 Smámynd: Andrés.si

Ég er feiging að í þetta skipti kaus ég ekki VG.  O hrifir meira.

Stend fyrir útan alþingi daglega í mánuð og safna ljós og vídeó myndum.

http://www.youtube.com/watch?v=zNjz3296WUU

Andrés.si, 16.7.2009 kl. 18:51

5 Smámynd: Rafn Gíslason

Andrés það hefði mátt spara mikið fé og tím ef þjóðin vil ekki fara þessa leið og því átti að spyrja hanna. Kröftum þessarar ríkisstjórnar og ráðuneyta er betur varið í verkefnin hér heima ef þjóðin vil ekki fara í viðræður, þess vegna átti að spyrja þjóðina um álit sit. Hvort við hefðum sótt inn umsókn í Júlí eða í haust hefði ekki skipt sköpum í þessu máli.

Rafn Gíslason, 16.7.2009 kl. 20:13

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég er VG og stolt af því!  Málið snýst um að koma þessari þráhyggjumáli frá.  Þið vitið öll að þesar samnigsdrög liggja fyrir á pappír getum við öll sem eitt sagt "nei"???

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.7.2009 kl. 23:24

7 Smámynd: Rafn Gíslason

Anna ég er þér ósammála ég nefnilega skammast mín fyrir forustu VG það er ekkert til að vera stoltur yfir. Þetta voru gerðir sem engin félagi í VG með fullri samvisku getur verið stoltur af.

Rafn Gíslason, 17.7.2009 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband