VG á villigötum:
13.7.2009 | 14:44
Árni Þór Sigurðsson sagði á alþingi 10.07.2009 að engin þörf væri á tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu og í dag segir hann í grein í morgunblaðinu að engin þörf sé á bindandi þjóðaratkvæðisgreiðslu. Er það svona lýðræði sem VG stendur fyrir ég bara spyr. Sem fyrrverandi félagi Árna í pólitík þá hélt ég í barnaskap mínum að það væri öðruvísi staðið að málum þar á bæ. Ég óttast það að afstaða Árna og hugsanlega annarra þingmanna VG myndist af ótta við að leggja þessar gjörðir sínar í Icesave og ESB málinu í dóm kjósenda, hann veit sem er að það fylgi sem VG fékk í síðustu kosningum mun ekki skila sér í þeim næstu, og þess vegna á að hanga á fengnum hlut út kjördæmabilið sama hvað tautar. Ég tel að VG muni eiga erfitt uppdráttar í næstu kosningum hvenær sem þær nú verða og upp á síðkastið hefur komið upp í huga mér spurning sem varpað var fram á flokksþingi fyrir ekki svo löngu, en þar voru flokksmenn beðnir að velta fyrir sér hvað ylli því að það fylgi sem flokkurinn fengi í skoðunarkönnunum skilaði sér ekki í kjörkassana, ég held að það þurfi ekki að leita langt til að útskíra það eða hvað heldur þú lesandi góður.
Tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla óþörf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.