Icesave í dóm eða þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég ætla bara að segja en og aftur að það á að greiða úr þessu máli fyrir dómstólum annars greiða Íslendingar ekki krónu: Það ætti lík að vera skilyrðislaus krafa að Icesave samningurinn fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi hringlanda háttur gengur ekki lengur, það verður að fá dómsniðurskurð í málið annars verður engin friður um þetta mál. Ríkistjórnin getur ekki keyrt Icesave í gegn um þingið með eins eða tveggja manna meirihluta ef hann er þá til staðar. Þing hópur VG hefur ekki verið sammála um hvort við eigum að samþiggja þennan samning og því ekki stætt á því hjá Steingrími J að ætla að keyra þetta í gegn hvað sem tautar, þar sem hans eigið fólk er ekki viss í sinni sök eða á það að vera svo til frambúðar í þessari ríkisstjórn að forusta VG ætli að keyra hvert málið á fætur öðru í gegn um þingið án þess að þingmenn VG séu samstíg og geti sætt sig við þau, svo sem í ESB málinnu. Hvar er samstaðan í þinghópnum og er forustu VG alveg sama þó farið sé á svig við helstu loforð flokksins fyrir síðustu kosningar, telja þau sig ekki þurfa að stand í neinu við fyrri loforð og ályktanir flokksins, sé svo þá er illa komið fyrir flokknum mínum.
mbl.is Innstæðutryggingar ná ekki yfir hrunið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GH

Þú yrðir þá sáttu við að greiða allar innistæður Icesafe-reikningseigenda, ef dómur félli á þann hátt?

GH, 7.7.2009 kl. 16:45

2 Smámynd: Rafn Gíslason

GH. Ég væri aldrei sáttur við það en þá væri í það minnstra komin niðurstaða í málið, er ekki verið að kalla eftir því. Viljum við fara dómstóla leiðina og töpum málinu þá er að hlíta því.

Rafn Gíslason, 7.7.2009 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband