Lögsókn gegn Íslandi.

Frystum allar Icesave greiðslur þar til Hollendingar og Bretar eru búnir að gera það upp við sig hvað það er sem við eigum að greiða. Það gengur ekki að gengið sé frá greiðslum núna ef það á að koma einhver bakreikningur með fullþingi Hollenska þingsins. Þeyr verða að gera upp hug sin hvað það er sem á að greiða í þessu máli. Reyndar er best að láta reina á alla þessa vitleysu fyrir dómsstólum ef ekki er hægt að koma vitinu fyrir þessar þjóðir, Þeyr verða skilja að semja verður á einhverju vitrænum nótum svo að hægt sé að greiða þetta ellegar er betra að sleppa því og taka því sem að höndum ber. Það þarf að gera þessum mönum grein fyrir því að með gjaldþroti Íslands þá fá þeyr ekki neitt og því ekkert að græða með þessum látum. Ég er reyndar farinn að halast að skoðun Atla Gíslasonar þingmanns að betra sé af taka út gjaldþrotið strax í stað þess að lengja í hengingar ólinni ef hlutirnir eiga vera með þessum hætti.
mbl.is Undirbúa lögsókn gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Rabbi,

Varðandi Icesave og skatta - voru skattar greiddir til Íslands eða Bretlands af þessum innstæðum? Held það hafi verið Bretland og því eiga þeir að sitja uppi með ,,krógann" að mínu mati.

Varðandi verðtryggingu - þá kom hún á að mig minnir 1979 og þá voru launin og lánin okkar verðtryggð. Ef lán hækkuðu- þá hækkuðu launin - sanngjarnt.
Síðan 1983-84 þegar Alþýðubandalagið var við stjórn var launavísitalan tekin úr sambandi og síðan átti að endurskoða lánskjaravístöluna. Sem ekki er búið enn. Þetta er einn mesti þjófnaður á venjulegt launafólk.
Af hverju eiga lánin mín að hækka þegar áfengi og tóbak hækkar? Þetta er mannréttindabrot - að mínu viti.
Lán - bæði í erlendri mynt og með ,,íslensku" verðtryggingunni verður að breyta og það strax!
Það er ekki nærri allir sem nutu góðærisins - við sem erum launafólk höfum alltaf greitt okkar skatta og skyldur af ÖLLUM launum og ekki getað notið þess að hafa ,,skatta-holur" til að setja hluta af okkar tekjum í - taka t.d. út arð með 10% skatti í stað 37.2.

kv.

Inga - ekki ánægð með hlutina í dag!!

inga (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband