Er Davíð komin í dýrlinga tölu
5.7.2009 | 14:44
Á ég virkilega að trúa því að til sé fólk sem tekur orð Davíðs Oddsonar trúanleg hvað bankahrunið varðar. Eru menn virkilega svona fljótir að gleyma í Íslenskri pólitík, að til séu menn sem gleypa fullyrðingar hans án athugasemda og trúi því að aðkoma Davíðs sé engin að bankahruninu, þó hann hafi á þeim tíma setið við völd í seðlabankanum þeirri stofnun sem gat spyrnt við fótum og sem gaf meira að segja heilbrigðisvottorð fyrir bankanna vorið 2008. Er það ekki frekar langsótt að kenna Steingrími J um hvernig komið er fyrir Íslensku þjóðinni? Væri ekki nær að axla eigin ábyrgð eins og fullorðin maður og hætta að kenna öðrum um eigin gerðir og flokkfélaga hans. Hafi einhvern tíman verið slegið undir beltisstað þá er það með þessu viðtali Agnesar við Davíð og fuglyrðingar hans í garð núverandi ríkisstjórnar hann ætti að líta sér nær. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart að svona dýrlinga viðtal líti dagsins ljós sér í lagi þar sem Agnes á í hlut, þau hafa komið með reglulegu millibili hjá henni viðtölin við þessa vini hennar svo sem Björgólf Guðmundsson, hvað skyldi hún skulda þessum mönnum. Er Davíð komin í dýrlinga tölu.
Ekki setja þjóðina á hausinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.