Ályktun svæðisfélags VG í Hveragerði og Ölfussi birtist hér í heildsinni en styttri útgáfa var birt í mbl þann 17 06 2009.

Svæðafélag Vinstrihreyfingarinnar græns framboð í Hveragerði og Ölfusi tekur undir ályktun svæðafélags VG í Skagafirði sem birt var í morgunblaðinu þann 15.06.2009, en þar segir meðal annars:

  Félag vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Skagafirði minnir á samþykktir flokksins og yfirlýsingar fyrir nýliðnar alþingiskosningar þar sem alfarið er hafnað Evrópusambandsaðild og ítrekað að hagsmunum Íslendinga sé best borgið utan sambandsins.

VG er eini flokkurinn sem á sæti á alþingi sem hefur frá upphafi talað skýrt í þessum efnum. Því skorar félagið á þingflokk VG að beita sér gegn því að frekari skref verði stigin í átt til Evrópusambandsaðildar og hafna þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar um aðildarviðræður. 

Á þeim mánuðum sem liðnir eru frá hruni íslensks efnahagslífs hafa alþingismenn og stjórnvöld nú þegar sóað of miklum tíma og orku í umræðu um Evrópusambandsaðild og hefur það komið niður á öðrum og brýnni verkefnum til samfélagslegrar endurreisnar.

Svæðafélag VG í Hveragerði og Ölfusi  vill minna forystu og þingmenn flokksins á ályktun landsfundar VG um ESB og einnig þær yfirlýsingar sem flokkurinn gaf kjósendum sínum fyrir síðustu kosningar um ESB. Félagið lýsir einnig yfir fullum stuðningi við þingmann VG á Suðurlandi Atla Gíslason í andstöðu hans við frumvarpið og við þá þingmenn VG sem lýst hafa sig andvíga fram komnu frumvarpi. Félagið hvetur einnig þingmenn allra flokka á alþingi að sameinast um átak í efnahagsmálum þjóðarinnar láti af frekari tímaeyðslu í ESB umræður við núverandi aðstæður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband