Icesave skuldir.

Hefði hreinlega ekki verið full ástæða til að láta reina á dómstóla leiðanna í Icesave málinu, ég get ekki skilið betur en þjóðin sé hvort sem er á hausnum eða tæknilega gjaldþrota, getur þetta nokkuð versnað úr því sem komið er. Mér er alveg ómögulegt að skilja að Samfylkingin með suma félaga mína í þingmannahópi VG sjá enga aðra leið til að vinna okkur út úr þeim vanda sem þjóðin er í en að hlaupa í fangið á einmitt þessu sömu löndum sem koma svona fram við okkur. Af hverju ættum við að trúa því að þessar sömu þjóðir vilji semja við okkur um varanleg frávik frá ESB sáttmálanum í þeim málum sem við viljum hafa sérsamninga um er það trúlegt að þeyr geri það?  Mér finnst framkoma  sumra aðildarþjóða ESB ekki benda til þess ef haft er í huga framkoma þeirra í Icesave deilunni, eða er  kannski  verið að greiða fyrir viðræðum  með þessum gjörðum, manni er spurn.


mbl.is Minnisblaðinu stöðugt veifað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er slæmt, hvað samningamenn Íslands í dag, eru miklar liddur. Samkvæmt orðum ráðherra, fengu þeir í hendur frá samningamönnum, hinna þjóðanna, rökstudd álit um að afstaða Íslands væri röng - þ.e. sú afstaða, að við þyrftum ekki að borga þetta. Nú, það er gamall siður, að í upphafi samninga, séu gjarnan sett fram mjög andstæð sjónarmið - þ.e. sá sem sækir, heldur sínu fram, leggur fram rökstuðning fyrir sínu máli. Á sama tíma, koma hinir fram með rökstuðning fyrir sínum skoðunum, þar með talin álit fræðimanna í eigin þjonustu. Fram til þessa, hefur það ekki verið siður, að líta svo á, að þessi álit væru einhversk konar heilagur sannleikur,,,fremur sem útspil í samningum. Það skrítna, virðist hafa gerst, að Samfylkingin virðist hafa brugðist við þessum rökstuddu álitum, sem lögð voru fram af þeim sem sátu hinum megin við borðið, sem heilögum sannleik...séð sæng sína uppbreidda, og síðan gefist upp. Þetta er dálítið ólík meðferð saminga, en hefur tíðkast af Íslendingum, fram að þessu. Íslendingar, sem voru þekktir fyrir, að vera harðir í samingum,,,taka engu sem sjálfsögðum hlut, draga nánast allt í efa, og gefa ekkert eftir fyrr en að þrautreyndu. Nei, Samfylkingin, virðist hafa gefist upp, þegar í fyrstu lotu. Álit andstæðinganna, virðast ekki hafa leitt til gagnsvara, þ.s. þau voru dregin í efa, máli Íslendinga haldið til streytu. Manni óar við því, að þetta fólk virkilega ætlar sér líka, að semja við ESB um aðild. Miðað við þessa útreið er vart að búast við mikilli samningahörku frá þeim, gagnvart ESB þar líka. Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.6.2009 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband