Starfsemi Lýsi HF í Þorlákshöfn.

Lýsi vill refsa skipulagsfulltrúa Ölfuss

mynd

Lýsi hf. vill refsa skipulags- og byggingafulltrúa fyrir að segja Þorlákshöfn anga af lýsi.

Lýsi hf. hefur krafist þess að ummæli sem Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingafulltrúi Ölfuss, lét falla í viðtali við hádegisfréttir RÚV í apríl síðastliðnum verði dregin til baka og á þeim beðist afsökunar. Þá krefst fyrirtækið þess einnig að hann verði áminntur fyrir brot í starfi.

Tilefni ummæla Sigurðar var vegna þess að bæjarstjórnin felldi starfsleyfi Lýsis úr gildi. Ástæðan var mikil lykt sem leggur af verksmiðjunni. Við það tækifæri sagði Sigurður meðal annars:

„Að lyktin festist í bílum og fötum fólks og lokist inni í mannvirkjum. Leiðinlegt sé að ekki sé líft í bænum á hátíðum. Í fermingarveislum nú um páskana hafi fólki þurfi að hafa gesti í ákveðnum hlutum húsa sinna til að fá ekki umtal um fýluna í veislunni. Fólk búi við það að geta ekki opnað glugga og þurfi að sofa með glugga lokaða út af þessu. Um helgar séu yfirfylltir allir þurrkklefar og þá verði fýlan óvenju sterk. Fólk geti ekki notið sín í norðanátt sem sé helsta sólarátt í bænum."

Umhverfisráðuneytið úrskurðaði að ekki mætti fella starfsleysi Lýsis úr gildi sökum meðalhófsreglunnar og í kjölfarið leitaði Lýsi réttar síns. Juris almenna Lögfræðistofan lagði inn kröfu þess eðlis í bæjarstjórn Ölfuss. Bæjarstjórnin samþykkti samhljóða stuðning við Sigurð vegna málsins.

Þetta leiðinda mál og starfsemi Lýsis HF hér í bæ hefur hrjáð íbúa Þorlákshafnar um langt skeið. Þrátt fyrir andstöðu sveitafélagsins og íbúa þess þá hefur Lýsi HF fengið framlengingu á starfslefi sýnu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands til 8 ára. Hefur stofnunnin í engu hlustað á rök íbúanna og hefur forstöðumaður hennar ekki séð sér fært að koma á íbúafund til að útskýra ákvörðunartöku sína heldur valið þá leið að svara umkvörtunum íbúanna gegnum lögfræðinga. Umæli Sigurðar eru ein af fjölmörgum sem höfð hafa verið um þetta mál í fjölmiðlum og hefur Lýsi HF ávalt svarða með hótunum um málsókn, í stað þess að hlusta á Íbúa sveitafélagsins og reina að komast að ásættanlegri niðurstöðu. Ég skrifaði Kolbrúnu Halldórsdóttur þáverandi umhverfisráðherra bréf varðandi þetta mál eftir að hún tók þá ákvörðun að staðfesta starfsleyfi Lýsis HF og læt svar hennar fylgja með hér að neðan til fróðleiks.

 

 

Date: 23. apríl 2009 23:23

Komið þið sæl Rafn, Guðmundur, Anna Lísa og Hafsteinn.Vonandi misvirðið þið það ekki við mig þó ég svari ykkur öllum í einum pósti. Ég bið ykkur öll að fyrirgefa hversu lengi það hefur dregist hjá mér að svara póstunum ykkar, en með nýjasta póstinum frá Rafni (sem kom í dag) fékk ég það spark sem ég þurfti til að svara loksins. Það er afar leiðinlegt og lýjandi að berjast fyrir rétti sínum til heilsusamlegs umhverfis, það þekki ég af eigin raun. Barátta við kerfið gleypir bæði tíma og orku. Þið eruð ekki öfundsverð að þurfa að standa í slíkri baráttu og mig langar að segja hreinskilnislega að ég hef fullan skilning á reiði ykkar yfir þeim óbærilegu óþægindum sem þið hafið lýst fyrir mér. Þegar ég kom í ráðuneytið tók ég strax að reka á eftir því að þessi úrskurður yrði kláraður og beitti nokkrum þrýstingi á lokasprettinum. Þegar mér barst í hendur niðurstaða lögfræðinga ráðuneytisins varð ég nokkuð hugsi og spurði í þaula um lykilatriði í niðurstöðunni. Eftir að hafa farið gaumgæfilega yfir öll atriðin komst ég að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að ganga lengra en lögfræðingarnir lögðu til, engu að síður óskaði ég eftir að skerpt yrði á nokkrum atriðum, sem var gert.Ég er ekki sammála ykkur um að með úrskurðinum sé fyrirtækinu heimilt að halda áfram að spúa út ýldufýlu yfir íbúa Þorlákshafnar, þvert á móti. Úrskurðurinn þrengir starfsleyfið til muna og setur ný skilyrði inn í það. Hér eftir verður ófrávíkjanleg regla að allt hráefni sem unnið er sé ferskt og komi til fyrirtækisins ísað í heilum körum. Hráefnið verður að taka til vinnslu svo fljótt sem auðið er og ekki má vinna eldra hráefni en fjögurra daga gamalt. Þá leggur úrskurðurinn Lýsi hf. á herðar að koma hreinsibúnaði fyrir við niðurföll og vistun á óhreinum ílátum verður óheimil innan dyra og utan. Allt þetta ætti að draga mjög úr lyktarmengun. Úrskurðurinn leggur líka skyldur á herðar Heilbr.eftirlitsins, sem þið treystið greinilega ekki, en ef þið hafið enn ástæðu til að ætla að menn þar standi ekki undir þeim skyldum, þá verðið þið að halda áfram að leggja fram kvartanir. Og munið að þið hafið sveitarfélagið með ykkur í málinu. Ég minni líka á að í úrskurðinum er endurskoðunarákvæði þannig að leyfið verður að endurskoða með tilliti til lyktarmengunar eigi síðar en fjórum árum eftir útgáfu þess. Þá er ég komin að því atriði í úrskurðinum sem mér finnst vega þyngst. Það varðar stöðuna sem upp kemur ef úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála staðfestir synjun sveitarfélagsins um byggingarleyfi þvotta- og þéttiturna (mengunarvarnarbúnaðarins) sem Lýsi hf. sótti um. Ef úrskurðarnefndin staðfestir synjun sveitarfélagsins, þá er málið á núll-punkti og ég fæ ekki betur séð en að að þá verði að hætta starfsrækslu verksmiðjunnar. Því mengunarvarnarbúnaðurinn í turnunum er, eins og ég skil málið, forsenda fyrir því að lyktarmengunin hverfi úr byggðinni. Ég sé því ekki betur en að þið þurfið að sýna biðlund fram að því að úrskurðarnefndin fellir sinn úrskurð, því með þeim úrskurði verður ljóst hvort hægt verður að uppfylla skilyrði starfsleyfisins eða ekki. En ef nefndin heimilar byggingu turnanna þá ætti vandamálið að hverfa, sérstaklega þegar við bætast þessi nýju skilyrði sem komu með úrskurði umhverfisráðuneytisins, þá mun draga úr lyktarmengun eins og mögulegt er og ef heilbrigðiseftirlitið stendur sig í stykkinu þá ætti starfsemin ekki að valda mengun af því tagi sem hún hefur gert hingað til. Svona lít ég nú á málin og vona ég að þessar skýringar hafi eitthvað að segja varðandi afstöðu ykkar. Ég vil svo að þið vitið að ég er tilbúin að heimsækja ykkur við fyrsta tækifæri og vona sannarlega að slíkt tækifæri gefist sem allra fyrst.  Vona líka að ég verði þá enn umhverfisráðherra og fái tækifæri til að sjá þetta leiðindamál leitt til lykta með farsælum hætti.

 

Kær kveðja

Kolbrún Halldórsdóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband