Vaxholms málið:

Vaxholms málið:

Bæjar félagið Vaxholm í Svíþjóð ákvað árið  2004 Að fara í endurbyggingu á skólahúsnæði í bænum, gerð voru tilboðs gögn þar sem meðal annars var kveðið á um þau fyrirtæki sem áhuga hefðu á að gera tilboð í verkið skyldu skrifa undir samning við Byggnads um launakjör og aðbúnað (kollektivavtal) en  það var hinn almenna regla á sænskum vinnu markaði. Lettneska fyrirtækið Laval un Partneris átti lægsta boðið í verkið og fékk það.  Laval hefur þegar þetta var þegar starfað á sænskum byggingamarkaði um nokkurt skeið en þá í gegnum dótturfélag þess sem hét Baltic AB og á árunum 2002/03 hafði það veltu upp á 20 milljónir sænskra króna.  Baltic AB hóf síðan störf við endurbyggingu skólans sem undirverktaki fyrir hönd Laval un Partneri en í júní árið 2004 hefur svo Byggettan samband við Baltic AB og fer fram á að þeir skrifi undir launasamninga við þá eða svo kallaðan hangandi samning (hängaftal) en það var vaninn í svona tilfellum. Byggettan kemst fljótt að því að Baltic AB hafði ekki áhuga á slíkum samningi þó að þeir hafi áður undirgengist því við tilboðið að slíkt skyldi gert, að lokum býðst þó Baltic AB til að greiða 109 skr. á tímann, en gildandi laun á þeim tíma á Stokkhólms svæðinu voru 149 skr. Í september sama ár slitnar svo upp úr samningaviðæðum við Baltic AB og í nóvember sama ár er fyrirtækið sett í „frost" (blockad) það er að segja að engir félagsmenn annarra verkalýðsfélaga vilja  þjónusta  fyrirtækið.  Útilokunin stóð í einar 7 vikur og um jólin 2004 hætti Baltic AB störfum við skólabygginguna og fer til Lettlands.  Þetta mál fór síðan fyrir sænska vinnudómstólinn sem dæmdi Byggnads í fullum rétti í þessum átökum. Það þótti nokkuð athyglisvert  að tveir af lögfræðingum Laval voru kostaðir af sænska vinnumálasambandinu en á þessum tíma var fyrirtækið ekki félagi í þeim samtökum. Eins og áður sagði þá dæmdi  vinnudómstóllinn Byggnads í vil, en þar sem dómararnir voru ekki einhuga í dómi sínum var ákveðið að sækja eftir áliti frá Evrópudómstólnum og settu fulltrúar LO sig ekki upp á móti því.  Niðurstaða dómstólsins var sú að heimilt var að greiða laun samkvæmt lettneskum launasamningum þó svo unnið væri í Svíþjóð. Forsenda dómsins er sú að þjónustu fyrirtækja og vinnuafl skal geta farið óhindrað og án hafta innan ESB og þá án afskipta stéttarfélaga í viðkomandi landi og án þess að þurfa að gangast undir kjarasamninga viðkomandi lands. Málalok þessa máls hafa set af stað mikið umrót á meðal sænskra verkalýðshreyfingarinnar sem finnst gróflega vegið að launþegum landsins og að það ógni velferð sænskra launþega. Nú í aðdraganda kosninganna til ESB þingsins þá er þróun þessara mála mótmælt harðlega af sænska sósisldemókrata flokknum og þess krafist að afstöðu ESB til þessa máls  verði breitt eins og má sjá á heimasíðu flokksins. 

Sjá slóða. http://www.socialdemokraterna.se/Webben-for-alla/EU/maritaulvskog/MediaKontakt/Artiklar/EU-kommissionens-ordforande-bor-avga/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband