Það þarf að endurnýja ESB umboðið.

Vilji Björn Valur endurnýja umboð ríkisstjórnarinnar til ESB umsóknar þá verður það ekki gert á alþingi heldur í þjóðaratkvæðisgreiðslu, þar sem málið verður ekki notað enn og aftur til hrossakaupa og hótanna í garð þingmanna ríkisstjórnarinnar. Nú er rétt að þjóðin segi sitt álit á þessum máli og hún gefi þar með ríkisstjórninni heimild til þess að halda áfram með málið. Þingmönnum og Alþingi er ekki treystandi til að taka þessa ákvörðun einir og óstuddir af þjóð sinni það hefur þegar sýnt sig. Samfylkingin verður að beygja sig fyrir þeim vilja þjóðarinnar ef hún velur að stöðva ferlið nú þegar sem og aðrir ESB andstæðingar verða að sætta sig við niðurstöðuna verði hún á þá lund að halda skuli áfram. Það er eina leiðin til að skaplegur friður náist um þessa umsókn.


mbl.is Þingið endurnýi umboð til ESB-umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kæri Rafn . .

Það er ekki hægt að endurnýja það sem ekkert er og hefur aldrei verið. Hvorki ríkisstjórnin, Alþingi í heild né neinn annar hefur nokkurn tíma fengið umboð Íslendinga fyrir að senda inn umsókn íslenska lýðveldisins inn í Evrópusambandið. Aldrei.  

Það á að draga umsóknina til baka umsvifalaust. Alveg strax!

Svo á að lögsækja ríkisstjórnina fyrir að hafa framkvæmt afdrifarík og skaðlegt athæfi gegn landi okkar, í algeru umboðsleysi þjóðarinnar. Þetta er mafíustarfsemi valdaklíku. 

Þetta er hryllilegur skandall og svartur blettur á þeirri valdaklíku sem stóð fyrir þessu með svona óheiðarlegum hætti. Þetta er enn verra athæfi en þeir bankamenn aðhöfðust sem óvitar og sem kom fjármálakerfi Íslands í þrot. Enn verra en það. Miklu verra því þetta er gert með fullu viti og vitneskju. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 11.1.2011 kl. 15:20

2 Smámynd: Rafn Gíslason

Það kann að vera rétt hjá þér Gunnar en alþingi hefur nú þetta vald hvort sem okkur þykir það betur eða ver, en ég er þér sammála að aldrei hefði átt að fara í þessar viðræður án aðkomu þjóðarinnar og þá með þjóðaratkvæðisgreiðslu þar um. Þessi niðurstaða á Alþingi var fengin með hótunum og þjösnaskap sem aftur er að lýsa sér í þeim vandræðum sem þessi ríkisstjórn er komin í. Það er því furðulegt að horfa upp á forustu VG allt í einu núna fara í fundaherferð um landið og þá væntanlega til að skýra stefnu stjórnarinnar og aðkomu VG að ESB umsókninni, þetta hefði átt að vera búið að gera það fyrir löngu og forustan hefði þá haft það á hreinu hver vilji grasrótarinnar er, en helsta andstaðan innan VG við ESB umsókninni er á landsbyggðinni.

Rafn Gíslason, 11.1.2011 kl. 16:29

3 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Það átti að spyrja þjóðina í upphafi, en Samfylkingin treysti ekki þjóðinni og gat snúið Steingrími og félagögum til þátttöku í þessari vegaferð sem líklega mun kljúfa VG.

Það er kristalskýrt að samningaviðræður eru um einstaka málaflokka og aðlögun að fullu regluverki ESB (með einhverri undanþágu) fyrir hvern málaflokk þarf að eigi sér stað áður en samningaviðræður um næsta flokk hefjast. Þess vegna geta samnigaviðræður tekið mörg ár ef stjórnvöld í umsóknarríki draga að setja fram lagafrumvörp sem tryggja aðlögunina að samningsniðurstöðunum.

Þetta veldur því að þegar loksins kemur að þjóðaratkvæðagreiðslu um málið (sem ekki er bindandi fyrir stjórnvöld) verður búið að breyta lögum í samræmi við niðurstöður samninga um einstaka málaflokka að mestu. Það er þessi vinnugangur sem ráðherrar VG eru að reyna að fela fyrir almenningi. Það eru þeir sem bera ábyrgð á því ef þetta verður niðurstaða.

Nema að sjálfsögðu að ný stjórn komist til valda og slíti þessum viðræðum.

Sigurbjörn Svavarsson, 11.1.2011 kl. 16:39

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er algjörlega óþolandi ástand, og ótrúlegt að Samfylkingin skuli hafa þvínað þessu máli svona langt, með mikinn minnihluta þjóðarinnar á bak við sig, nú er mál að linni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.1.2011 kl. 20:04

5 Smámynd: Rafn Gíslason

Sigurbjörn, svo á þjóðin að mér skilst síðustu aðkomu að málinu þegar búið er að samþiggja þetta á Alþingi ef til kemur og á öðrum stigum málsins, og þá vakna spurningar um hvernig forusta VG ætlar að taka á málinu og hvað telur hún að sé ásættanleg niðurstaða í samningum við ESB til að þeir hleypi þeim í gegn um þingið ef svo illa skildi vilja til að SF og VG verða enn í stjórn þegar að því kemur, og varla ætla þeir sér að berjast gegn ESB aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þeir eru búnir að samþiggja hana á þingi. Þess vegna vill ég fá skýr svör frá forustu VG um hvað sé ásættanleg niðurstaða til dæmis í fiskveiðistjórnunar málinu, eru þeir reiðubúnir að sætta sig við að ESB taki við stjórnun þeirra mála til dæmis.

Rafn Gíslason, 11.1.2011 kl. 20:38

6 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Þjóðaratkvæðagreiðslu strax um það hvort að meiri tíma og peningum skal varið í þetta ferli!

Guðrún Sæmundsdóttir, 11.1.2011 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband