Verða þetta endalok VG.

Nú sýnist mér sá tími vera að renna upp að úr því fáist skorið hvort Vg lifir áfram í þeirri mynd sem við höfum þekkt hann fram að Stjórnarsamstarfi við Sf eða hvort endanlega mun sverfa til stáls og í kjölfarið verði stofnaður nýr flokkur. Mér er kunnugt um að margir af þeim sem eru andstæðingar ESB aðlögunarinnar eru á síðustu metrunum hvað þolinmæði við flokksforustuna varðar og eru þará meðal  einnig sumir þingmenn flokksins í þeim hóp. Leiða má líkur að því að ef þessu máli verður enn á ný sópað undir teppið þá muni ekki líða langur tími þar til að fram komi öfl úr Vg sem hugsa sér til hreyfings í átt að nýjum flokki.
mbl.is VG tekst á um ESB-inngöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ég er alveg sammála órólegu deildinni í VG, vil ekki sjá að fara inn í ESB, og vill draga umsóknina til baka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2010 kl. 23:11

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Sammála þér Rafn.

Guðrún Sæmundsdóttir, 17.11.2010 kl. 23:13

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það þarf ekki einu sinni að stofna nýjan flokk fyrir andstæðinga ESB-aðlögunar. Samtök Fullveldissinna hafa þegar verið stofnuð sem stjórnmálaflokkur, og þangað eru allir velkomnir sem vilja standa vörð um fullveldi Íslands.

Ásthildur: Þetta er ekki "órólega" deildin, við erum þvert á móti mjög róleg. Viljum t.d. ekki að öllu verði hleypt í meira uppnám með áframhaldandi aðlögun gegn augljósum vilja þjóðarinnar.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.11.2010 kl. 23:46

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála þér er ég líka Rafn.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.11.2010 kl. 00:21

5 identicon

Öfgahlið VG hefur gengið í lið með Davíðs-æskunni í stað þess að ganga í lið með lýðræðinu og leyfa þjóðinni að ákveða þessa hluti. Er VG kannski hrædd við þjóð sína?

Guðmundur, bara nafnið ,,Fullveldissinnar" segir allt um öfgafullan málflutning sem þaðan má búast við. Út af hverju má þjóðin ekki ákveða þetta eftir að samningur liggur fyrir, eru þið hrædd við að samningurinn verði svo góður að þjóðin láti skynsemina ráða og segi Já?

Valsól (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 04:30

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta sel ég ekki dýrara en ég keypti, Rafn.  Kunningi minn, sem er alveg HARÐUR VG maður, vildi meina að þar sem Landráðafylkingin væri að verða forystulaus (Heilög Jóhanna er að hverfa á braut) og ENGINN forystumaður í sjónmáli, hugsi Steingrímur Joð sér gott til glóðarinnar og ætli að yfirgefa VG og ganga í Landráðafylkinguna, enda er sagt að hann sé afar valtur innan VG og ef myndi koma fram alvöru mótframboð á hann myndi hann skítfalla sem formaður.  Þessi maður vill meina að Gunnarsstaða-Móri sé að horfa til formannsstólsins hjá Landráðafylkingunni.  Fyrst þegar þessi maður kom með þessa kenningu fannst mér hún nokkuð fráleit en þegar ég fór að velta þessu fyrir mér sá ég að þetta var alls ekki svo vitlaust ekki þurfti annað en að skoða tilurð VG, Gunnarsstaða- Mórifór í fýlu á sínum tíma og stofnaði VG vegna þess að hann TAPAÐI formannskosningu í "gamla" Alþýðubandalaginu og því mætti kannski segja "að hann væri bara að koma heim" ef eitthvað er að marka þetta.

Jóhann Elíasson, 18.11.2010 kl. 08:35

7 Smámynd: Rafn Gíslason

Valsól eða hver sem þú ert , þá er því til að svara að ég treysti þjóðinni vel til að taka ákvörðun um hvað henni er fyrir bestu, þess vegna hef ég og fleiri úr svokallaðri órólegu deild VG lagt til að þjóðin fái að svara því í þjóðaratkvæði hvort hún vill fara þessa leið aðlögunar og freista þess að ná samningum sem okkur eru hagstæðir eða hætta hér við svo búið. Það hefur ekki komið fram að okkur standi yfir höfuð samningur með varanlegum undanþágum frá stofnsáttmálanum og hefur það margs sinnis komið fram hjá fulltrúum ESB að slíkt sé ekki í boði, en sé það hinsvegar ásættanlegt fyrir þig og aðra ESB sinna að fá einungis tímabundnar undanþágur þá deili ég ekki fögnuði ykkar um þá glæsilegu samninga.

Guðmundur ég hef áhuga á flokki sem byggist á sömu grundvallar sjónamiðum og VG var stofnuð kring um, en svo hörmulega verið farið með af valda sjúku fóli. Ég veit ekki til að samtök fullveldissinna standi fyrir slíka pólitík, þó svo að ég hafi ekki kynt mér samtökin nánar.

Jóhann ég hef enga trú á að SF hafi áhuga á að taka við SJS sem pólitískum flóttamanni úr VG en sé svo þá verði þeim að góðu, því risti hugsjónir SJS ekki dýpra en svo ja þá hefur farið fé betra og því lítill söknuður af slíkum mönnum.

Rafn Gíslason, 18.11.2010 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband