Gott mál Mörður.
29.8.2010 | 14:49
Alveg er ég sammála Merði hér, það er nauðsynlegt að fá úr því skorið hvort vilji er fyrir áframhaldi á ESB viðræðunum / ESB aðlöguninni, eða hvort hér skuli látið gott heita. Helst hefði ég þó viljað sjá þessa ákvörðun tekna af þjóðinni sjálfri í stað misvitra þingmanna sem oft á tímum hugsa meira um eigin hag en hag fólksins. Slík ákvörðun þó svo hún færi fram á alþingi væri þó góð niðurstaða fyrir félagsmenn VG sem og kjósendur flokksins, þá kæmi í ljós eitt skipti fyrir öll hvað flokksforustan ætlar sér í þessum máli og í framhaldi af því þá geta félagsmenn VG tekið ákvörðun um áframhaldandi veru sína í flokknum sem og kjósendur um stuðning sinn við flokkinn. Það er að segja þeir sem telja ESB málið forsendu fyrir stuðningi við VG af eða á.
![]() |
Vill afgreiða tillögu um ESB-viðræður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.