Veit engin hvað hann er að fást við varðandi ESB.
26.8.2010 | 17:01
Nú er talað tungum tveim á stjórnarheimilinu og það ekki í fyrsta skipti. Þó svo ég viti að Ögmundu vilji halda þessari ríkisstjórn saman þá er ég ekki svo viss að félagar hans í grasrót flokksins séu honum sammála í því efni sér í lagi ef um aðlögunarferli reynist að ræða, þá á forusta VG erfitt verk fyrir höndum með að sannfæra flokksráð og grasrótina um að halda skuli áfram þessum viðræðum og aðlögunarferli.
En er ekki hægt að gera þá kröfu til stjórnmálamanna að þeir viti hvað þeir eru að fást við þar sem að fram hefur komið að sitt sýnist hverjum um hvað verið sé að gerast í ESB málinu, er nú ekki rétt að doka við og fá það alveg á hreint svo engin sé að misskilja neitt í þeim efnum, það hlýtur að vera lámarks krafa að svo sé gert.
Ögmundur vill að ríkisstjórn lifi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eitt sem ég hef aldrei skilið við Ögmund, Rafn, er að hann skuli vilja styðja stjórnina sem stendur fyrir valdníðslu og nánast öllu illu.
Elle_, 26.8.2010 kl. 18:11
sammála!
Guðrún Sæmundsdóttir, 27.8.2010 kl. 00:01
Já af hverju? Er það vegna þess að ekkert betra er í sjónmáli?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2010 kl. 00:25
við vitum allavega hvers má vænta fyrir íslenskt launafólk þegar að starfsmannaleigurnar útvega ódýrt erlent vinnuafl í staðinn fyrir íslendinga.
Fréttablaðið | 20.08.2003 | 13:36Með tólf þúsund króna mánaðarlaun við Kárahnjúka
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru fjórir kínverskir rafvirkjar í nýkomnir til vinnu við Kárahnjúkavirkjun en von er á mun fleirum. Oddur Friðriksson, aðaltrúnaðarmaður við Kárahnjúkavirkjun, sagðist ekki geta sagt til um launakjör Kínverjanna eða annarra útlendinga á virkjanasvæðinu: „Ég hef heyrt þessa umræðu um þá menn sem fluttir hafa verið inn frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Við höfum okkar efasemdir um að þeim séu greidd rétt laun“, segir Oddur. Að sögn Odds hafa mál erlendu starfsmannanna verið send til Löggildingarstofu sem sér um réttindamál þeirra.
„Á fimmtudag á Impregilo að sýna fram á að þeir hafi leyfi fyrir öllum þessum mönnum og að launin séu eins og þau eiga að vera. Samkvæmt virkjanasamningnum eiga launin að vera í samræmi við íslenska kjarasamninga. Annað hvort eru þeir með sitt á hreinu eða ekki“, segir Oddur.
gar@frettabladid.is
Guðrún Sæmundsdóttir, 27.8.2010 kl. 11:19
Einmitt Guðrún Svona mun þetta gerast þegar ESB aðild er orðin staðreynd sem vonandi verður aldrei.
Rafn Gíslason, 27.8.2010 kl. 13:18
Hvet því alla hér til að kynna sér HÆGRI GRÆNA, nýtt þjóðlegt afl, stofnað
17 júní s.l með á annað þúsund félaga skráða á þessum stutta tíma. Sannkallaður ÞJÓÐFRELSISFLOKKUR fyrir hagsmuni hins sauðsvarta ALMENNING á Íslandi eins og mig og mína! Eini flokkurinn sem hefur m.a
SKÝRA KLÁRA stefnu gagnvart ESB og Icesave. Hvetjum ALLA ÞJÓÐFRELSSISSINNA að koma til liðs við Hægri græna sem eru neð góða
síðu á facebook. ÁFRAM ÍSLAND!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.8.2010 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.