Að grasrótin í VG vilji endurskoða stöðuna hefur verið ljóst lengi.
26.8.2010 | 07:30
Þessar fullyrðingar Arnars Sigurbjörnssonar eru mjög í takt við það sem ég hef verið að skrifa um hér á bloggi mínu síðustu daga, ég deili hinsvegar ekki sama trausti á formanni VG og hann gerir þegar að ESB kemur, því Steingrímur J hefur reynt að koma í veg fyrir að flokksráð álykti um málið og hefur reynt að svæfa það mál þegar það hefur borið á góma á þessum fundum og ég held að öllum sem þessa fundi hafa setið eða haft aðgang að stöðu og framvindu mála á þar sé það ljóst. Það verður því ekki lengur undan því vikist að útkljá þetta mál eitt skipti fyrir öll innan VG ellegar er einsvíst að flokkurinn heyri sögunni til í núverandi mynd.
Vilja endurskoða stöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já VG er ekki lengur flokkur sem hægt er að treysta það er langur vegur frá því!
Sigurður Haraldsson, 26.8.2010 kl. 09:28
Satt er það Sigurður því miður, því í þeim flokk er margt gott fólk og og flokkurinn hefur góða stefnu en flokksforustan velur að láta sem hún heyri ekki þau áköll sem að henni er beint og umgengs grasrótina í flokknum með hroka.
Rafn Gíslason, 26.8.2010 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.