ESB og lýðræðisást Árna Þórs.
24.8.2010 | 09:57
Sé lýðræðisást Árna Þórs svona mikil þá æti það ekki að þvælast fyrir honum að virða niðurstöðu alþingis og vilja flokks systkina sinna svo ekki sé nú talað um vilja þjóðarinnar. Þar af leiðandi ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að spyrja þjóðina að því hvort hún vill halda þessari ESB umsókn áfram eða ekki. Það sem breyst hefur frá atkvæðagreiðslunni síðastliðið vor og frá því að flokksráð VG gaf vilyrði sitt fyrir myndun þessarar ríkisstjórnar er að nú er verið að tala um aðlögun stjórnkerfisins að ESB og að þær varanlegu undanþágur sem voru allgjör forsenda fyrir viðræðum við ESB eru ekki lengur taldar nauðsynlegar, hefði slíkar upplýsingar legið fyrir 2009 þá hefði Árni Þór og aðrir í forustu VG aldrei fengið það í gegn að farið yrði í ríkisstjórnarsamstarf við Samfylkinguna, það held ég að hægt sé að fullyrða því að mikil kurr var í félagsmönum VG við að gefa eftir í þessu máli og hefur verið æ síðan eins og vitað er. Árni Þór er hér heldur ekki að tala fyrir hönd meirihluta félagsmanna í VG og það er hann vel meðvitaður um, því í aðdraganda kosninganna um ESB á alþingi 2009 þá glóðu línur á milli landshluta þar sem grasrótin mótmælti þessari ákvörðun forustu VG harðlega og komu margar ályktanir þar að lútandi frá svæðisfélögum víða um landið. Þannig að ef Árni vill vera samkvæmur sjálfum sér í lýðræðisást sinni þá ætti það ekki að velkjast fyrir honum að láta þjóðina um að ákveða framhaldið eða virða vilja alþingis jafnt nú sem og 2009.
Verri kostur að hætta núna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.