VG á grafarbakkanum.
23.8.2010 | 12:45
Ef þetta eitt og sér er ekki nóg til að þingmenn VG dragi stuðning sinn við ESB umsóknina til baka, þá hafa þeir gróflega logið að félögum sínum í flokknum sem og kjósendum flokksins. Það var aldrei talað um það á flokkráðsfundi VG þegar stjórn flokksins var gefið grænt ljós á samstarf við SF með ESB í farteskinu að svona ætti að standa að málum, enda hefði flokksforusta VG aldrei fengið þá stjórnarmyndunar hugmynd í gegnum flokksráð. Nú er komið að skuldadögum fyrir þá þingmenn VG sem greiddu atkvæði sitt með þessari umsókn og verði það ekki niðurstaða málefnaþings VG nú í haust að draga skuli umsóknina til baka þó svo að það kosti stjórnarslit, þá hafa þeir hinir sömu þingmenn grafið gröf VG með eigin hendi og geta þá væntanlega verið stoltir af því.
ESB leggur milljarða í aðlögun Íslands að stofnana- og regluverki þess | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar tveir flokkar fara í samstarf þá þurfa allir að gefa eftir í hinum og þessum málum.
Þið VG fólk fengu bann á strippstaði, bann á ljósabekki, banna flugæfingarfyrirtæki, banna einkasjúkrahús, banna bjórauglýsingar, banna mellukaup, banna of marga karla í stjórnum fyrirtækja, nefnd um að banna Magma og ýmis önnu bönn.
Þannig að þið VG menn eiga að vera sáttir með ykkar.
Sleggjan og Hvellurinn, 23.8.2010 kl. 17:35
Ég ætla ekki að munnhöggvast við þig Þruman um jafn fáránlegan málflutning og þú við hefur hér, þessu er varla svara vert. Ef það sem þú telur upp hér á undan er nægilegt gjald fyrir að afvegaleiða félaga sína og réttlæta lygar þá þú um þá skoðun, ég deili henni ekki með þér.
Rafn Gíslason, 23.8.2010 kl. 18:50
Rafn, algerlega sammála aftur og góður pistill. VG verður að draga fáráðsumsókn Jóhönnu-flokksins til baka, ella kannski er úti um flokkinn. Og pólitískt líf allra innan hans sem nú eru í Alþingi. Ekkert leyfi hafði VG til að gróflega svíkja alla flokksmenn og kjósendur fyrir þann auma flokk.
Elle_, 26.8.2010 kl. 17:13
VG fékk ekki hreinin meirihluta og þið verðið bara að sætta ykkur við það :)
Sleggjan og Hvellurinn, 26.8.2010 kl. 17:16
Við verðum ekkert að sætta okkur við svik.
Elle_, 26.8.2010 kl. 18:07
Þessi umsókn er í stjórnarsáttmálanum sem þið samþykktuð.
Ef VG menn fara gegn stjórnarsáttmálanum þá fyrst verður eitthvað sem kalla má svik.
Ef þið svíkið stjórnarsáttmalann... hver ætti svosem að treysta ykkur aftur. Þið eruð búinir að fá nóg af sénsum.
Sleggjan og Hvellurinn, 26.8.2010 kl. 19:02
Hvaða við samþykktum hvað?? Við Rafn samþykktum ekki neitt og ég er ekki í flokknum. Og hann hættur að vísu. VG sviku kjósendur hvernig sem þú snýrð þessu. Við sáttmálann var punkturinn sem svikin hófust og þú ert að miða við fáránlega sáttmálapólitík í óstjórn þar sem einn flokkur kúgar meðstjórnarflokkinn og lýðræðið.
Elle_, 26.8.2010 kl. 19:22
VG flokkurinn ykkar samþykkti stjórnarsáttmálan.
Sleggjan og Hvellurinn, 26.8.2010 kl. 20:23
Ekki veit ég það, veit samt að hann sveik kjósendur, sáttmáli eða ekki sáttmáli. Og ekki flokkurinn okkar, við erum ekki í honum og ég var aldrei í neinum flokki.
Elle_, 26.8.2010 kl. 21:03
Ertu að segja að sáttmáli skiptir ekki máli?
Ertu ekki að skilja að þegar tveir flokkar mynda stjórn þá þarf hvor flokkurinn að gefa eftir í einhverjum málum?
Ef þú skilur það ekki þá er tilgangslaust að tala við þig.
Sleggjan og Hvellurinn, 26.8.2010 kl. 21:48
HLUSTARÐU EKKI?? SVIKIN HÓFUST VIÐ SKRATTANS SÁTTMÁLANN SEM ÞÚ ENDALAUST ENDURTEKUR. ÞAÐ ER EKKI SPURNING UM AÐ ÉG SKILJI EKKI.
Elle_, 26.8.2010 kl. 21:53
Elle það er tilgangs laust að ræða við Þrumuna það er eins og berja hausnum við steininn því sama hvað þú segir þá virðist það ekki síga inn fyrir þeirra þykka haus og því til lítils að ræða við þá, hann, því mér skilst að baki þessu bloggi séu fjórir aðilar sem eru svo huglausir að þeir þora ekki að koma fram undir nafni. Hægt væri að segja þessum aðilum ýmislegt um hvernig þessi sáttmáli VG við SF kom til en um það hef ég upplýsingar frá fólki í innsta hring VG en það hefur ekkert upp á sig því þeir munu ekki hlusta sama hvað.
Rafn Gíslason, 26.8.2010 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.