ESB og VG
11.8.2010 | 15:41
Hvað þarf meira til að Íslendingar átti sig á því að við eigum enga samleið með ESB. Heldur nokkur maður að tillit verði tekið til hagsmuna okkar ef það þóknast ekki hagsmunaaðilum innan ESB svo sem útgerðunum þar, og hvað langt er Össur og co. Reiðubúin að ganga til að koma til móts við ESB um fiskveiðistefnuna, á tildæmis að sætta sig við undanþágur eins og heyrst hefur þar sem fullyrt hefur verið að við þurfum engar varanlegar undanþágur í þeim efnum. Treystir orðið nokkur Íslendingur því að ESB muni huga að hag okkar ef það þóknast öðrum útgerðum innan ESB að gera annað.
Ef VG ætlar að halda áfram þátttöku í þessu aðildarferli þá er voðin vís fyrir þann flokk, nú þegar logar allt þar innandyra út af þessari umsókn og ef hér á að síðan bakka undan hótunum ESB til að róa þau skötuhjú Össur og Jóhönnu þá er mælirinn fullur og vandséð hvernig hægt er að halda flokknum frá því að klofna. Nú þarf Grasrótin í VG og sá hópur þingmanna flokksins sem er á móti ESB umsókninni að taka sig saman í andlitinu og stilla þeim hinum í forustu VG sem hafa talað fyrir þessari vegferð upp við veg þar sem þau fá að velja annað hvort áframhaldandi undirlægjuhátt við SF eða framtíð VG í núverandi mynd..
Spáir makrílstríði" við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er algjörlega sammála þér Rafn.
Guðrún Sæmundsdóttir, 11.8.2010 kl. 15:56
Sömuleiðis algjörlega sammála þér Rafn.
Jóhannes Ragnarsson, 11.8.2010 kl. 16:17
Og hér er einn í viðbót sem tekur undir allt þetta.
Árni Gunnarsson, 11.8.2010 kl. 16:29
Og ég líka. Evrópuríkinu er ekki annt um okkar hag, heldur vilja stórríki og voldugt. Við munum ekki lengur vera sjálfstætt ríki, heldur pínulítil doppa í yfirgangsveldi.
Elle_, 11.8.2010 kl. 16:48
Rétt hjá þér Rafn.
Ég skora á þig að ganga aftur inní VG Rafn og koma þér á flokksþing í haust til þess að leiða þar lýðræðislega baráttu grasrótarinnar gegn kúgun forystunnar og eðal flokksbroddum eins og Árna Þór Sigurðssyni sem halda að þeir geti endalaust stjórnað þessum samtökum alþýðunnar sem VG á að vera og ýtt þessu ESB máli undir teppið til að geta setið á valdastólum með þessari óþjóðlegu og óheiðarlegu samfylkingu sem er vonlaus og algerlega óhæf til stjórnarsamstarfs.
Ef VG enn einu sinni ýtir þessu undir teppið eða vísar málinu áfram til næsta miðstjórnar funds flokksins þá er VG ekki lengur flokkur fólksins eða alþýðunnar í þessu landi heldur flokkur óforbetranlega flokksbrodda sem ætla að stjórna flokknum í anda flokkseigendafélagsins sem telur sig geta ráðið stefnunni í anda kommúnískrar ráðstjórnarar með alvitra forystu og úrvalssveit flokksbrodda !
Ég skora á þig Rafn !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 16:53
Því miður get ég ekki staðist þá freistingu að gera örlitla athugasemd við innlegg Gunnlaugs Ingvasonar varðandi VG sem flokk fólksins eða alþýðunnar.
Ég er nefnilega þeirrar skoðunnar að VG sé einungis flokkur fólksins sem skipar alræmt flokkseigendafélag VG og sá selskapur er langt í frá að vera kommúnískur, heldur vel kapítalískur að hætti íslenskrar samtryggingarpólitíkur. Mig grunar ennfremur að aldrei hafi staðið til af hálfu Steingríms formanns og hans nánustu, að gera VG að flokki alþýðunnar, en þessi merkilegi formaður hefur gert sitt ýtrasta til að sparka alþýðufólki útí horn ,,Vinstrihreyfingarinnar" græns framboðs.
Jóhannes Ragnarsson, 11.8.2010 kl. 20:00
Ég er sammála þér hér Jóhannes, VG er ekki flokkur þeirra sem eru vinstri menn í hjarta sínu og þá af gamlaskólanum þar sem rætur þeirra lágu í verkalýðshreyfingunni og hjá hinum almenna borgara sem stritaði fyrir daglegu brauði svo mikið er víst og hefur það opinberast í þessari ríkistjórn.
Rafn Gíslason, 11.8.2010 kl. 20:15
Sælt veri fólkið VG er ekki lengur stjórnmálaafl sem við getum kosið frekar en hinir þrír flokkar sem eru í boði því er ekki annað hægt en að boða til nýrra kosninga og koma með framboð fyrir fólkið í landinu óháð flokksræðinu sem hefur þá hugsjón að vinna fyrir alþíðuna en ekki örfáa mafíósa og bankakerfið!
Sigurður Haraldsson, 11.8.2010 kl. 21:45
Hafa verður í huga grunn-hugmyndarfræði Vinstri grænna þegar þeir sem
kusu flokkinn og studdu, en eru nú ósáttir honum í Evrópumálum. Sem
vinstrisinnaður flokkur, forveri hérlendra sósíalista og jafnvel kommúnista,
er VG í eðli sínu mjög alþjóðasinnaður flokkur eins og Samfylkingin. Sbr, á
tyllidögum rauður fáni, internasjónalinn og s.frv. Andsnúinn þjóðlegum
viðhorfum og gildum. Þannig í því ljósi á ekki kúvending VG í Evrópumálum
að koma neinum á óvart. Honum tókst hins vegar að blekkja allt of marga
þjóðholla Íslendinga til að kjósa sig. Sem þjóðlega sinnaður kjósandi kom
því aldrei til að styðja VG eða vinstriöflin yfirleitt. Uni mér hins vegar vel
í hinum nýstofnaða flokki HÆGRI GRÆNIR, en þar fer fram flokkur sem
100% er hægt að treysta í Evrópumálum, og öðrum þjóðfrelsismálum,
almúganum (mér) til heilla og góðs. Sem sagt. Horfið til Hægri grænna,
stofnaðir 17 júní s.l þ.s á annað þúsund hafa gerst félagar. Flokks
ALMÚGANS á Íslandi og íslenzkra ÞJÓÐARHAGSMUNA! Anti-icesave-istar t.d
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.8.2010 kl. 21:56
Guðmundur minn: Alþjóðahyggja sósíalista á lítið skylt við hina kapítalísku ESB-óra samfylkingarfólks og annarra krata.
Jóhannes Ragnarsson, 11.8.2010 kl. 22:26
Sirka helmingur VG var fylgjandi aðild að ESB - enda væri nú annað skrítið og reyndar undarlegt að ekki 100% vg é fylgjandi. Vegna þess einfaldlega að ESB er í frarbroddi glóbalt varðandi höfuðstefnumál VG. Nefnilega umhverfismál. Ja, það var allavega eitt sinn mikilvægt mál. Umhverfisvernd hjá vg. Hverskonar ,,flokkur" er þessi upphlaumsarmur vg eiginlega? Ömmi og kó? Jú jú, það sást nú í stóra pistli hans um daginn sem frægur er orðinn að endemum! Öfgaþjóðrembingar!
Í sambandi við makrílinn, þá heldur ESB einu til haga þar. Nefnilega umhverfisvernd! Það er nú undarlegt ef upphlaupsarmur vg gengur nú undir hvers annars hönd og heimtar það að fiskistofn sé settur í stórhættu og jafnvel skaðaður varanlega! Það er nú bara undarlegt. Verð að segja það. Viljiði ekki bara útrýma makrílnum? Það verður sjálfsagt efst á stefnu upphlaupsflokks ykkar. Útrýma fiskistofnum.
Og hverskonar stjórn er búið að vera á þessari andsk. ,,fiskauðlind okkar" undanfarna áratugi hjá LÍÚ? Að þeir þurfi að redda sér og bjarga fyrir horn með því að hrifsa til sín 1/5 af heildarveiðikvóta sameiginlegs stofns nokkurra ríkja sem umrædd ríki hafa byggt upp af mikilli skynsemi.
Hverskonar auðnuleysingjar eru þessir LíÚ menn eiginlega! Verandi hérna eitthvað 60 Líú menn þeð gjöfulustu og risastórustu mið í heimi - bara einir! 60-70 LÍÚ menn - og búnir að rústa öllu og verða að redda sér svona. Hrifsa þetta með frekju og yfirgangi. þetta er aumt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.8.2010 kl. 23:31
Ég las grein Ögmundar og þar var enginn þjóðrembingur og enn síður ögfaþjóðrembingur. Ég er persónulega reið Ögmundi fyrir að hafa svikið okkur í Evrópubandalagsumsókninni, en ekki færi ég að ljúga upp á hann. Nú dauðsér hann líklega eftir að hafa flotið með fáráðsumsókninni. Ómari væri kannski nær að ljúga ekki um menn og ekki síst segja satt um einangrunar-miðstýringar-stórríkið þarna í Evrópu.
Elle_, 11.8.2010 kl. 23:49
Ómar staðreyndin er að fylgið við ESB innan VG var ca 30 % þegar best lét en 70 % gátu ekki hugsað sér aðild, þannig að það sé á hreinu. Það er því óskiljanlegt af hverju forusta VG að undanskildum þeim þingmönnum sem eru á móti ESB aðild valdi að hunsa ákall frá grasrót flokksins árið 2009 þegar ESB umræðan var á alþingi. Það komu ályktanir til forustunnar víðsvegar að og mörg svæðisfélög sendu inn ályktanir allt fram á síðustu stund en voru hunsuð af forustu VG. Ég fyrir mitt leiti leit svo á að ég gæti ekki sætt mig við þessi svik við bæði félagsmenn VG og kjósendur og að vera gerður að lygara því að við sem börðumst fyrir VG í síðustu kosningum gátum ekki með nokkru móti ímyndað okkur að flokksforustan myndi snúast svona í heilhring eftir kosningarnar í ESB málinu, það var því dropin sem filti glasið að mínu mati, því ég hvorki gat né vil vinna fyrir öfl sem eru reiðubúin að selja hugsjónir sínar að því er virðist til hæst bjóðenda fyrir völd og áhrif og gefa samtímis félögum sínum langt nef og ásaka þá svo um að vera á móti öllu eins og órólegi hópurinn í VG hefur orðið að þola nú upp á síðkastið af því að þau hafa einurð í sér til að standa við sannfæringu sína. Flokksforusta sem hagar sér á þann hátt er ekki traustsins verð svo ekki sé talað um forustu sem hótar eða horfir upp á að þingmönnum sé hótað af samstarfsflokknum um að stjórnarslit sé yfirvofandi ef þeir fara að sannfæringu sinni, slíkt átti sér einmitt stað í atkvæðagreiðslunni um ESB á alþingi og Ásmundur Einar var svo hugaður að greina frá nýlega en fékk bát fyrir og það af samherjum sínum, en það var ekki hann einn sem þurfti að þola slíkt og hef ég það staðfest frá öðrum þingmönnum VG. Nei, forusta sem tekur þátt í og líður slíkt er ekki traustsins verð..
Rafn Gíslason, 12.8.2010 kl. 00:31
Var ekki VG stofnað hérna um árið eftir að Steingrímur tapaði í formannsslagnum við Margréti Frímansdóttur? Er því nokkurs konar óánægjufylgi í kringum Steingrím. Alþýðubandalagið sameinaðist svo þremur öðrum flokkum svo úr varð Samfylkingin, sem er hin eini sanni fjórflokkur (eintala) því væru menn að meina gömlu valdaflokkana fjóra þá er réttara að tala um fjórflokkana (flt.).
Jóhannes (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.