Haustþing VG um ESB aðildarumsóknina

Ég ætla bara minna Steingrím J á hvað samþykkt var á flokksráðsfundinum firr í sumar en þar var mikil andstaða við að halda áfram aðildar viðræðum við ESB það svo að málinu var bjargað í horn með því að fram fari nú í haust málefna þing um ESB aðildina þar sem málið verði endanlega afgreit innan flokksins. Allar líkur eru á að þá verði þessari umsókn hafnað og því veit Steingrímur J vel að hann er einungis að kaupa sér tíma hér. Verði hinsvegar niðurstaðan að flokksforustan nái að þvinga fram að aðildarviðræðum skuli haldið til streitu ja þá mun klofningurinn í VG orðin staðreynd og ég tel að ESB andstæðingar í VG muni ekki sitja þegjandi undir því og ég hef þá trú á að flokkurinn muni ekki eiga langt líf fyrir höndum að því loknu því í þinghóp flokksins eru menn sem hafa lýst því yfir að þeir muni ekki starfa í flokki sem stuðlar að ESB umsókn og aðild. Málefna þingið nú í haust mun því verða prófstein fyrir flokksforustuna um það hvort hægt er að halda honum saman sem þeim flokki sem fór í þetta stjórnarsamband eða hvort hann mun klofna í tvo flokka eða fleiri, það veit Steingrímu J mæta vel og einnig að hann er hér á hálum ís þar sem honum er hollast að hafa sem fæstar yfirlýsingar um þetta mál.


mbl.is Afstaða VG til ESB óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

VG eru í tómu tjóni með þetta mál eins og reyndar Sjallar og Framsóknarliðið.

Er annars ekki notalegt að geta sagst vera fyrrverandi VG. 

Sigurður Sigurðsson, 24.7.2010 kl. 17:56

2 Smámynd: Rafn Gíslason

Eina ástæðan Sigurður fyrir því að svo er komið hjá VG er að forustan blekkti félagsmenn þegar stjórnin var mynduð fólk er að átta sig á því nú þó svo seint sé, en það er ekki öll von úti enn með að breyta rétt í ESB málinu og vonandi verður svo í haust.

Rafn Gíslason, 24.7.2010 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband