Hvað er ekki verið að segja okkur?
30.6.2010 | 15:08
Hvað er ekki verið að segja okkur neitendum í þessu máli? Hvað veldur því að ekki er hægt að bíða eftir niðurstöðu úr dómskerfinu í haust eins og talað var um að gera og fara með málið flýtimeðferð eins og talað var um á þingi nú fyrir þinglok. Eru fjármögnunarfyrirtækin það illa stödd að þau geta ekki beðið með að fá niðurstöðu þessara mála frá dómskerfinu í haust , er það ástæðan? Hvernig væri að segja okkur sannleikan í þessu máli? Sé svo ekki þá get ég ekki skilið þennan asa og mér er það lífsins ómögulegt að skilja að ríkisstjórn sem telur sig tala fyrir jafnaðarmannastefnu og fyrir skjaldborg um heimilin geti samþykkt svona gjörning, nema að ekki sé verið að segja okkur neitendum rétt frá um stöðu bankanna af einhverjum ástæðum.
Þarna er kominn upphafspunktur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekki verið að segja frá er hugsanlega að þessi fyrirtæki séu nú eftir dóm hæstaréttar í raun tæknilega gjaldþrota. Sé það rétt er ólíklegt að þeir sem eiga eitthvað inni hjá þeim muni fá neitt til baka. Tilgangurinn með því að þæfa málið er þá sennilega að kreista út þann litla greiðsluvilja sem eftir er, til þess að hámarka endurheimtur af þrotabúum þessara glæpafyrirtækja.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.7.2010 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.