Hugsanlega rétti vettvangurinn.
5.1.2010 | 14:27
Miðað við allt sem á undan er gengið þá er það að öllum líkindum rétti vettvangurinn fyrir þetta mál. Það er greinilegt að eins og komið er þá eru þjóðirnar komnar í öngstræti með málið og engar líkur til þess að það takist að semja án sáttamiðlara, en spurningin er bara hvort ESB þjóðirnar geti verið sá sáttarmiðlari sem vonast er til, þar sem þær hafa óbeint verið með þrísting á Íslendinga í þessu máli og þá fyrir hönd Breta og Hollendinga. Vonandi geta ráðamenn í ESB rifið sig upp úr því fari og gert sér grein fyrir að ekki verður komist að samkomulagi í þessu máli nema á þann veg að ekki sé allri velferð og sjálfstæði Íslendinga stefnt í voða með samningi sem við ráðum ekki við, það getur ekki verið vilji sambandsins að svo sé.
Bretar leita til ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ESB er ekki hlutlaus aðili, enda Bretland og Holland meðlimir en ekki Ísland. (Ísland er aukalega illa sett í því samhengi þar sem umleitanir eru um að ganga í sambandið.)
Benjamín Plaggenborg, 5.1.2010 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.