Falskur Sáttatónn???
5.1.2010 | 00:21
Var það ekki formaður fjárlaganefndar sem sagði á þingi rétt fyrir atkvæðagreiðsluna nú fyrir jólin að hann hefði ekki trúað því að Bretar og Hollendingar myndu ganga að fyrirvörunum sem settir voru í lög í Ágúst síðastliðin, finnst Birni Vali það bera vott um mikinn vilja til samstarf þegar menn ganga til þess með hangandi hendi og hafa ekki trú á störfum þingnefnda ? Og komu ekki skilaboð utan af sjó frá varaformanninum að það ætti að drífa í þessu, þar sem þetta væru svo góðir samningar að engin ástæða væri til að setja fyrirvara við þá og að verið væri að eiða tíma alþingis til einskins við að berja saman fyrirvara við þá ?. Nei ríkisstjórnin getur ekki kennt öðrum um þær ófarir sem hún er búin að koma sér í með þessum Icesave samningi, það hefði verið farsælla fyrir þjóðina og þá sjálfa ef haft hefði verið samráð við stjórnarandstöðuna frá byrjun og þannig fá breiða samstöðu um hvernig ætti að ljúka þessu máli, í stað þess að reina að troða þessum hörmungum upp á þjóðina og réttlæta það svo með að kenna hrunflokkunum um. Eins og of áður hefur komið fram hér á síðunni minni þá vann ég fyrir VG í síðustu kosningum og var í stjórn eins svæðisfélags VG hér í mínu kjördæmi, ég eins og margir félagar mínir bundu vonir við þessa stjórn og að flokkurinn okkar skildi vera komin í aðstöðu til að fylgja eftir sínum kosningaloforðum og stefnu flokksins, og það sérstaklega eftir góð úrslit í kosningunum, en viti menn þegar á hólminn var komið og búið að skríða fyrir Samfylkingunni við stjórnarmyndun þá stóð ekkert eftir af hinu fögru loforðum sem gefin voru fáum dögum áður, svo ekki sé nú talað um stefnu flokksins sem var fótum troðin með loforðum ein og að þingmenn fengju að kjósa í ESB málinu eftir sannfæringu sinni og engin yrði þvingaður til annars, það stóð ekki lengi þegar á reyndi. Því held ég að Björn Valur ætti að tala varlega um svik og undirferli annarra því ef einhverjir kunna þá kúnst þá er það hann og félagar hans í forustu VG, hann og félagar hans ættu að hafa vit á að skammast sín og láta af þeim leiða vana að kenna alltaf öðrum um ófarir sínar og misgerðir og í stað þess biðja kjósendur sína og félaga í VG afsökunar á eigin óefndum og misgjörðum.
Segir sáttatón stjórnarandstöðunnar falskan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Hrafn, ég verð að fá að hrósa þér fyrir vel orðaða grein, ég er að vísu ekki VG megin, en skiptir ekki aðalmáli hvar maður er, heldur þessi framkoma sem er búið að gefa okkur þjóðinni. Hvort sem hún kemur frá VG. Samfykingunni. Sjálfstæðisf. eða Framsókn. Það á standa við gefin loforð og um það á þetta að snúast. Maður fer og kýs í góðri trú á málefnið, eða hefur gert hingað til allavega. Kveðja.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.1.2010 kl. 01:01
Góð ádrepa, Rafn, þeir lesa þetta vonandi þínir fyrrverandi félagar!
Þurfa sannir vinstri menn ekki að stofna sannan vinstri flokk?
PS. Varst þú sá Rafn, sem ég heyrði í á Útvarpi Sögu á nýliðnum degi?
Jón Valur Jensson, 5.1.2010 kl. 02:05
Ákaflega vel samin grein og setur vandamál VG í brennidepil, en það eru óheilindi þingmanna. Ég þekki persónulega vinstri menn sem eru agndofa á framferði þingmanna sinna og trúlega hefur Jón Valur nokkuð til síns máls - það gæti verið grundvöllur fyrir heiðarlegum vinstri flokki.
Baldur Hermannsson, 5.1.2010 kl. 02:15
Nei, VG menn kunna ekki að skammast sín nema kannski 2 þeirra. Björn Valur er eins ómerkilegur og ósannsögull og ótrúverðugur og Gordon Brown. VG-liðar hafa svikið allt og eins og þú veist kaus ég þennan flokk fyrir heiðarleika og traust. Í síðasta sinn. En takk fyrir góð og heiðarleg skrif um þinn gamla flokk, Rafn.
Elle_, 5.1.2010 kl. 07:15
Og ætla að bæta við að Björn Valur herforingi sagði líka í Alþingi fyrir framan alþjóð að það ætti að drífa í að ljúka málinu og að það væri ekki verið að segja neitt nýtt. Þessu laug hann í Alþingi þó Hreyfingin og stjórnarandstaðan ynnu hörðum höndum dag og nótt og kæmu sífellt með ný og sterk rök gegn nauðunginni.
Elle_, 5.1.2010 kl. 07:27
Stjórnmálaflokkar hafa unnið þessari þjóð óbætanlegt tjón. Stefnuskrá þeirra er marklaus steypa og áróður sem handfylli manna breytir að geðþótta og þessi fyrirbæri öskra á og heimta spillingu.
Eina leiðin til þess að sporna við þeim er að hvetja fólk til þess að segja sig frá þeim. Það hef ég gert, það hefur þú gert og ég vona svo innilega að það geri fleiri.
Jón Jósef Bjarnason (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 09:10
Það sjónarmið sem Jón Jósef kynnir hér er skaðlegt. Hvað skeður ef allt heiðarlegt fólk hverfur frá stjórnmálum ? Hverjir ráða þá öllu ?
Þvert á móti ber að hvetja fólk til að starfa innan stjórnmálflokka og gera sitt til að þoka fram sanngjörnum málum. Menn geta gefist upp á einstökum flokki, en ekki gefast upp á öllum flokkum, því þá eru menn ekki að afskrifa flokkana heldur sjálfan sig.
Loftur Altice Þorsteinsson, 5.1.2010 kl. 09:57
Jú Jón valur það þarf svo sannarlega að stofna nýjan flokk til vinstri og einnig til hægri. Nei ég var ekki í viðtali því sem þú höfðar til. Kveðja til þín með von um gott nýtt ár þér til handa..
Rafn Gíslason, 5.1.2010 kl. 13:51
Loftur, það kann að vera rétt hjá þér að ekki sé það farsælt fyrir landslýð að skrifa sig frá stjórnmálaflokkum alfarið, en þeir sem nú eru í boði eru ekki verðir trausti almennings og því tek ég heilshugar undir þær raddir sem vilja leggja sitt að mörkum til að stofna heiðarlegt stjórnmálaafl þegnum þessa lands til góðs.
Rafn Gíslason, 5.1.2010 kl. 13:58
Kærar þakkir, Rafn, og til hamingju með þennan blessaða dag!
Guði sé lof og þökk.
Jón Valur Jensson, 5.1.2010 kl. 15:15
Takk fyrir þetta Rafn, Loftur og Jón Valur.
ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB - NEI við Icesave - NEI við AGS
Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is
http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/
Ísleifur Gíslason, 5.1.2010 kl. 17:42
Ég ætlaði ekki að gleyma þér ElleE, ég er sammál þér, takk.
Ísleifur Gíslason, 5.1.2010 kl. 17:46
Vel skrifuð hugvekja.
Sigurður Þorsteinsson, 5.1.2010 kl. 23:10
Eruð þið búin að lesa greinina um Björn Val Gíslason í Mogganum í dag? Veit einhver hvort þetta er rétt sem þar er haldið fram?
Baldur Hermannsson, 6.1.2010 kl. 08:28
Jú, ég las hana þar, Baldur, og ekki geta þetta heitið meðmæli með manninum, nema síður sé. – Gleðilegt ár og þakka þér gamla, garpurinn!
Jón Valur Jensson, 6.1.2010 kl. 16:54
Takk sömu leiðis, ágæti Jón.
Baldur Hermannsson, 6.1.2010 kl. 19:16
Ég tek í sama streng - er gapandi bit á framgangi VG. Skil Samfylkinguna sem stefnir á ESB og trúir að það bjargi öllu en skil ekki hvað annað en völd rekur VG-menn áfram. Þvílík vonbrigði með flokk sem lofaði góðu
Vil samt ekki lasta Lilju Mósesdóttur og Ögmund - þau hafa staðið keik og ekki svikið neitt.
Eva Sól (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.