Að moka flórinn..

Það er komin tími til að ljúka þessu Icesave máli, margar af þeim hugmyndum sem fram hafa komið hafa einungis styrkt þennan arfa lélega samning og er það til bóta. Ríkisstjórnin hefur spyrnt við fótum í þessu máli og ekki verið fáanleg til neinna breytinga á Icesave samningnum, hver ástæða þess er ætla ég að láta liggja á milli hluta hér en ég held að bókstafirnir ESB hafi mikið með það að gera. Sé það ætlun manna að setja einhverja fyrirvara við þennan samning þá á að ganga frá því svo að þeyr haldi fyrir dómstólum,  því er hugmynd Indefenc hópsins ekki svo vitlaus það er að segja að samningurinn takki ekki gildi með ríkisábyrgð fyrr en Bretar og Hollendingar hafa staðfest breytingarnar eða viðaukana skriflega. Helst hefði ég viljað sjá þennan samning rifin og samið upp á nýtt, en það eru litlar líkur á því að svo verði og því best að ganga frá þessum samningi með þeim hætti að þjóðin geti staðið við hann og átt sér einhverja framtíð án þess að vera steypt í fátæktargildru um ókominn ár.

Forsendur þær sem seðlabankinn og ríkisstjórnin gáfu sér um greiðslugetu þjóðarinnar eru í bestafalli draumórar eða byggðar á svipaðri hagfræði og þeyr aðilar notuðust við sem komu okkur í þessi vandræði, eða er nokkur ástæða til að halda að hér verði í framtíðinni hagvöxtur sem er langt umfram það sem best hefur berið í sögu landsins og er ekki verið að tala um einhverjar fáar prósentur í því viðmiði heldur margföldun á fyrri met árum eða um 150 % aukningu ef ég man það rétt og það ár eftir ár.

Stjórn Vg hefur verið tíðrætt um að hún sé að moka út flórinn eftir fyrri stjórnarherra og talið að þeim herrum væri best komið í ævarandi stjórnarandstöðu, ekki ætla ég að neita því að flórinn þurfti að moka og það sem fyrst en var það hlutverk Vg einnar í þessari ríkisstjórn var Samfylkingunni ekki treystandi fyrir skóflunni? Samfylkingin hefur farið fram með þeim hætti í þessari ríkisstjórn að Vg hefur allfarið séð um verk húskallsins við moksturinn og hafa þeyr haft fátt til málana að leggja um hvernig megi forðast svona mikla uppsöfnun af flór nema að hóta húskallinum brotrekstri eða að búinu verði lokað ef hann moki ekki eins og húsbóndanum hentar. Það er augljóst að húskarlar eiga ekki að hafa á skoðanir á því hvernig búið er rekið, og eins og góðra húskalla er siður þá mótmæla þeyr ekki húsbónda sínum hvað sem þeim kann að finnst um framferði hans og áætlanir um uppbyggingu búrsins og halda áfram að moka flórinn.


mbl.is Funda um Icesave um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband