Er það líðandi að stolið er af almeningi í skjóli bankaleindar?

Og hér sitjum við Íslendingar og rífumst um hvernig taka skal á Icesave skuldunum, væri ekki ráð að reina að endurheimta eitthvað af þeim peningum sem flæddu út úr bönkunum rétt fyrir hrunið og láta þá sem komu okkur í þennan vanda sjálfa leggja sitt að mörkum áður en seilst er ofan í vasa almennings. Ef ríkisvaldið gerir ekkert í þessu máli, þá fer hér allt í bál og brand, það getur ekki orðið nein sátt um Icesave fyrr en þessu svínaríi í bönkunum linnir og eignir þessara manna gerðar upptækar hvar sem í þær næst. Allt tal um bankaleind er löngu gengið sér til húðar og á engan rétt á sér þegar svona er komið, bankaleindin var ekki set á til að verja eða hylma yfir með glæpamönum. Er það líðandi að stolið er af almenningi í skjóli bankaleindar?.
mbl.is Segja trúnað gilda um upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað eru þetta kærkomnar og nauðsynlegar upplýsingar fyrir almenning.

Frábært að fá þetta inn á borð til sín.

Hef aðeins komið inn á þetta með  þessa gífurlegu fjármuni erlendu innlánsreikninga Landsbankans.  Hvað varð eiginlega af þeim ? Nú fer allt á suðupunkt, enda var byrjað á röngum enda, eins og þú bendir á.

Hvað þarf að ske til að stjórnmála- og embættismenn átti sig á þessu ?

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 01:51

2 identicon

Haarde og Brown..... Harðar hægðir?  Varla á meðan lekur yfir okkur brún drulla.....

assa (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 04:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband