Er loftrýmisgæsla mikilvægari fyrir Íslendinga en landhelgisgæslan og lögreglan.

Á sama tíma og varðskip gæslunnar eru bundin við festar og ekki er hægt að kalla út þyrlu gæslunnar í verkefni eins og sinubrunann austan kleifavatns vegna fjárskorts og löggæslan í landinu  er í molum af sömu ástæðu, þá á að hefja loftrýmisgæslu að nýju við Ísland og eru flugsveitir frá Bandaríkjunum væntanlegar innan skamms til þessa. Það er einkennilegt að fjármunum ríkisins sé forgangsraðað á þennan hátt þegar greinilegur skortur er á fjárframlögum til öryggismála innanlands. Hvernig er hægt að réttlæta þetta. Er loftrýmisgæsla mikilvægari fyrir Íslendinga en landhelgisgæslan og lögreglan.
mbl.is Baldur leysir varðskipin af í eftirlitinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona er Ísland í DAG og þetta er ekki hægt að réttlæta Kveðja til ykkar

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 17:57

2 identicon

Svo er nú dálítið sérstakt, úr því að þú minnist á sinubrunann, að LHG gat haft þyrlu í nokkrar klukkustundir til aðstoðar slökkviliði höfðuborgarsvæðisins við að slökkva sinuelda ofan við Hafnarfjörð og ferjaði þyrlan um 80 tonn af vatni í 47 ferðum en gat ekki aðstoðað slökkvilið Grindavíkur um nokkur tonn af vatni. Maður veltir nú líka fyrir sér út frá hvaða sjónarmiðum ákvarðanir eru teknar hjá LHG. Í hvorugu tilvikinu var hætta á ferðum en báða eldana þurfti að slökkva. Það að einkaþyrla hafi komið og reddað málunum er dálítill kinnhestur fyrir gæsluna.

Guðmundur (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband