Mótmæli..........

Það er farin að sækja á mig efasemdir um þessa ríkisstjórn. Fyrst samdi VG við Samfylkinguna um ESB aðildarumsókn og það þvert á ályktun flokksþings VG og fyrri loforð í kosningabaráttunni,  allt var það gert til að hægt væri að mynda vinstri stjórn og nú á að ganga frá Icesave skuldbindingunum með þessum hætti, hvað gengur mönnum til? Hefur Íslenska þjóðin efni á að borga á milli 400 og 500 miljarða fyrir þessi ósköp, hvar á að taka þessa peninga?  Er það virkilega svo að þjóin eigi að vera næstu áratugina að borga fyrir fjárfestinga fylliríið hjá þessum einkafyrirtækjum.  það á sem sagt að einkavæða gróðann en ríkisvæða skuldirnar sem þessi fyrirtæki og eigendur þeirra komu sér í, það er mikið réttlæti í því, eða er kannski verið að greiða fyrir væntanlegum aðildarviðræðum við ESB með þessari aðgerð?. Það er komin tími til að fólk láti í sér heyra og krefjist þess að sú skjaldborg sem átti að slá um heimilin í landinu fari að líta dagsins ljós í stað þess að dansa í kringum Breta og Holendinga. Það á að láta reina á réttarstöðu okkar í þessu máli, þó svo að það skelfi ESB risanna í Brussel.

 


mbl.is Hugsanleg Icesave mótmæli á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Að sjálfsögðu hefði verið eðlilegt að mál sem þetta fengi rétta meðferð og hefði verið tekið fyrir dómstóla.  Það er enn ekki of seint, en verður það seinnipartinn á morgun ef Samfylkingin fær að ráða.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.6.2009 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband