Sorgleg ósvífni.

Það er hreint ótrúlegt að 3 maí komi fram krafa um að hækka laun seðlabankastjóra og það um 400 þúsund, og það frá fyrrum fulltrúa Alþýðusambands Íslands sem nú situr á formansstól í bankaráði Seðlabankans. Af hverju var þetta ekki borið undir launþega í kröfugöngum þeirra 1 maí á degi launþega það hefði verið rétti vettvangurinn fyrir Láru að gera það þar, þar hefði hún fengið það svart á hvítu hvað launþegum þessa lands hefði fundist um þessa tillögu hennar, en þetta er kannski lýsandi dæmi um hvað forustufólk verkalýðsins er komið langt frá sínu fólki og svo ekki sé nú talað um verkalýðsarm Samfylkingarinnar. Hafi seðlabankastjóri hætt störfum í betur launuðu starfi fyrir núverandi starf þá á hann það við sig sjálfan og óþarft hjá Láru að gerast einhver undirlægja hans eða fara í launakröfu herferð fyrir hans hönd þar sem seðlabankastjóri er væntanlega full fær um að gera sínar eigin launakröfur. Svo væri kannski ráð að koma þeirri stefnu stjórnvalda til bankaráðsins og annarra ráða sem fara með launamál opinberra starfsmanna og það svo þeir aðilar skilji það að engin skuli hafa hærri laun en forsætisráðherra.


mbl.is Laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er verið að ráðast gegn okkur þegnum þessa lands alla daga með yfirgangi og ósvífni mælirinn er fullur og síður uppúr hvað ætla ráðamenn að gera í því?

Sigurður Haraldsson, 3.5.2010 kl. 13:27

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Algjörlega sammála þér og það bítur hausinn af skömminni að það skuli vera einn af forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar sem ber upp þessa tillögu.  Á HVAÐA LEIÐ ERU RÁÐAMENN OG EMBÆTTISMENN ÞESSA LANDS EIGINLEGA?????

Jóhann Elíasson, 3.5.2010 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband