Það var svo sem ekki við öðru að búast frá honum.

Það var svo sem ekki að búast við öðrum dómi frá honum.  Það virðist orðið einu skipta hvaða fræðimaður eða stofnun kemur með úttekt á þessu máli því ríkisstjórnin með Steingrím J í fararbroddi veit alltaf betur og blæs á allar hrakspár þó framsettar séu af hæfustu fræðimönum. Hvað honum og ríkisstjórninni gengur til með þessari þrjósku er hulin ráðgáta, því ekki hafa komið fram nein haldbær rök fyrir því að vert sé að taka þá áhættu að þjóðin taki á sig þessa skuld.  Að það sé þess virði að taka þá áhættu á að þjóðin verði gjaldþrota vegna þessa er ekki traustvekjandi. Ennfremur hefur þjóðinni ekki verið greint frá því hversu mikið þarf að skera niður í rekstri þjóðarbúsins á komandi árum eða hvaða innflutnings höft þurfi að koma til til að standa undir þessum samning.

Mig grunar þó að það sem hér ráði ferð hjá Steingrími og hjá þingmönnum VG sé sama ástæða og í sumar þegar ESB málið var í vinnslu. Trúlega er það einnig ástæðan fyrir því hversu auðsveip stjórnvöld eru gegn ESB og Bretum og Hollendingum í þessu máli. Það vit það allir að ef Icesave samningnum verður hafnað þá er verður það tómt mál að tala við ESB um inngöngu Íslands í þau samtök. Samfylkinngin hótaði ítrekað stjórnarslitum í aðdraganda ESB kosninganna á alþingi í vor ef VG sæi ekki til þess að ESB frumvarpið yrði samþykkt og þeir hafa reyndar gert það sama varðandi þetta mál, þó ekki hafi farið mikið fyrir þeim hótunum eftir að Ögmundur sagði af sér og hefur það trúlega orðið til þess að þeir gerðu sér grein fyrir því að það vopn gat verið tvíeggjað. Enn og aftur stöndum við því frami fyrir því að líf þessarar ríkisstjórnar veltur á aðildarviðræðum við ESB og að ekkert komi í veg fyrir það og þar er Icesave skuldin það gjald sem við þurfum að greiða til að Samfylkingin fá þann draum sinn uppfylltan. Steingrími J og forustu VG er því alveg sama þó þeir svíki kosningarloforð sín og stefnu VG ef það að gera Samfylkingunni til geðs gæti orðið til þess að halda hrunflokkunum frá völdum og til að halda saman þessari ríkisstjórn, og það jafnvel þó það fari gróflega gegn vilja 3/4 hluta kjósenda. Nei þó mér sé ekki löngun í að fá hrunflokkana aftur að völdum þá er ég ekki reiðubúin að halda þeim burt þaðan gegn hvaða gjaldi sem er.    


mbl.is Forsendur IFS-álits svartsýnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Ég er alveg sammála þér um Steingrím, Rafn.  Orðin hans í fréttinni koma alls ekki á óvart, en eru ótrúleg.   Engin rök skipta hann neinu máli og hann talar um skuldbindingar eins og Icesave væri okkar skuld.   Hann böðlast bara áfram með lokuð augun við að koma þessu yfir okkur og er okkur eins hættulegur og Samfylkingin. 

En ég vil minna á Samfylkingin var einn AÐAL-hrunflokkurinn, Rafn.  Samfylkingin átti bankamálaráðherrann gegnum allt Icesave og löngu fyrir fall bankanna og við fall þeirra.   Og Samfylkingin átti formann stjórnar Fjármálaeftirlitsins. 

Samfylkingin var lengi við völd og er fyllilega sekur flokkur og fyrir utan það langhættulegasti flokkurinn og fer ótrauður fram með óheiðarleika.  Þau gera bara nákvæmlega það sem þau langar og þau vilja.  

Elle_, 24.12.2009 kl. 12:12

2 Smámynd: Rafn Gíslason

Takk fyrir innlitið Elle ég er þér hjartanlega sammála.

Rafn Gíslason, 24.12.2009 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband