Vert að leggja við eyrun.

Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart að svo verði, eða heldur fólk að það verði dregnar einhverjar 100 miljónir á dag til að standa undir vöxtunum af Icesave úr varasjóðum, og það næstu sjö árinn ? Nei auðvitað verður það ekki gert og ekki hægt að standa undir því nema með verulegum niðurskurði hjá hinu opinbera og með aðhaldi á öllum sviðum þjóðlífsins og höfum við nú bara séð byrjunina á þeim ferli. Eða heldur fólk að skatttekjur 80,000 aðila ( UM 40% af skatttekjum einstaklinga) komi hvergi við í rekstri þjóðabúsins? En það er sú sem ríkið stendur frami fyrir að þurfi til að standa undir vaxtagreiðslum vegna Icesave. Eins og fram hefur komið þá er verið að skera niður til hinna ýmsu verkefna af hálfu hins opinbera og og hefur meðal annars verið bent á að niðurskurður til Landhelgisgæslunnar er um 300 miljónir á komandi fjárlögum eða sem nemur þriggja daga vaxtagreiðslum af Icesave, og fleiri slík sláandi dæmi má heyra rætt um þar sem verið er að nurla inn miljón hér og þar í útgjöldum ríkisins en mönnum á þeim bæ finnst það bara flott að gangast við Icesave samningunum óbreyttum, samningum um greiðslur sem okkur ber ekki að greiða nema af litlum hluta, og verið er að taka á sig af siðferðisvitund eins og skilja má af umræðunni á alþingi. Nei við ættum ekki að taka viðvaranir þessa mans léttileg eða eins og heyra má af umræðum hér á blogginu að hann tali svona af því hann sé skipaður af Framsókn í bankaráð Seðlabankans, slík ummæli dæma sig sjálf eða trúir því nokkur að forusta Framsóknar segi þessum manni fyrir verkum. Nei hér er vert að leggja við eyrun og hlusta.
mbl.is Skert lífskjör og kaupmáttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yfir 34þúsund manns hafa skrifað undir mótmæli við að borga Icesave.  Það eru fleiri en við fjölmiðlafrumvarpinu fræga.  Þá er spurningin hvað gerir Ólafur Ragnar núna?  ef það var gjá milli þjóðar og þings þá, þá er sú gjá all miklu hrikalegri núna.  Hann verður að skjóta málinu til þjóðarinnar, annað er honum ekki fært, nema að leggja niður skottið og flýja erlendis.  En við verðum að fara að láta í okkur heyra svo það berist upp í stjórnarráð.  Mér sýnist frú Jóhanna vera bæði með eyrnatappa og augnleppa.  Þar stendur bara eitt orð. ESB. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2009 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband