Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum ????????

 


Sumar ástæður þess að Icesave-málið verður að klára sem fyrst í þinginu eru ekki þess eðlis að hægt sé að greina frá þeim í ræðustól Alþingis.

Bíddu nú hægur Steingrímur er ekki komið nóg af þessu endalausa pukri með þennan samning sem Icesave er. Hvað er nú verið að fela fyrir þjóðinni? ‚ Við stofnun þessarar ríkisstjórnar voru kjósendum lofað að tekin yrðu upp ný vinnubrögð og að öll mál skildu upp á borðið þjóðin skildi fá allar þær upplýsingar sem tiltækar væru. Nú hefur það skeð aftur og aftur að ekki einungis þjóðin heldur þingmen hafa ekki fengið öll gögn í þessu máli og nú er rætt um einhverjar ástæður sem eru svo viðkvæma að ekki er hægt að greina frá þeim á alþingi og auðvitað en síður fyrir þjóðinni. Nei nú er komið nóg af þessari vitleysu og það er fyrir löngu komin tími til að standa við stóru orðin og hætta þessum feluleik, greinið þingi og þjóð frá því sem ekki þolir dagsins ljós að þínu mati Steingrímur því afkoma þjóðarinnar er ekkert einkamál ríkisstjórnarinnar. Ef þessi ríkisstjórn ætlar sér að vinna traust almennings í landinu þá verður það ekki gert með þessu móti. Áfram haldandi pukur með þetta mál elur bara á tortryggni í garð stjórnvalda og á allri meðhöndlun þessa máls og kannski ekki að furða að þjóðin hefur misst trúna á að VG og Samfylkingin hafi burði til að leysa þetta mál farsælega..

 

 


mbl.is Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sá tími er löngu liðin að þessi ríkisstjórn geti endurheimt traust.  Hún hefur sýnt svo ekki verður um villst að henni er ekki treystandi.  Það versta er að það eru hinir ekki heldur hvorki Framsókn né Sjálfstæðismenn.  Hér þarf eitthvað til samtök sem taka að sér að koma þessu liði frá og ráða utanaðkomandi sérfræðinga til að stjórna landinu næstu mánuði og ár, meðan verið er að vinna þjóðina út úr spillingu og óráðssíu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2009 kl. 09:08

2 Smámynd: Elle_

Rafn, ég verð bara að segja að það liggur við að manni verði illt.  Og nú þegar ég skrifa þetta hefur huldu póstunum sem fóru milli AGS og fjármálaráðuneytisins verið lekið út í loftið og Icesave hryllingurinn kominn langt í gegnum Alþingi.  Ríkisstjórnin verður að víkja. 

Elle_, 8.12.2009 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband