180,000 fm gagnaver þarf orku.

Ekki öfunda ég þá Reyknesinga af því að fá þetta gagnaver til sýn, en mér er spurn er ekki nú þegar verið að bítast um þá orku sem kemur til með að vera á boðstólum næstu árum, og er ekki einnig óljóst hvort hægt verði að skaffa næga orku til Helguvíkur álversins. Er ekki nær að klára þau verkefni sem nú eru í pípunum áður en haldið er í önnur verk, eða ætla Reyknesingar að öll sú orka sem á boðstólum verður á næstu árum sé eyrnamerkt þeim einum. Það má öllum vera ljóst að íbúar suðurlands munu ekki gefa neitt eftir af þeirri kröfu sinni að verði neðrihluti þjórsár virkjaður þá verði sú orka sem þar fæst notuð í hér á suðurlandi annað væri ekki sanngjarnt. Stór hluti þeirrar orku sem nú er notuð á landsvísu kemur frá virkjunum hér á suðurlandi án þess þó að hún sé notuð að nokkru marki til atvinnuuppbyggingar í fjórðungnum. Nú hefur verið hávær krafa frá íbúum suðurlands um að nú sé komin tími til að íbúar fjórðungsins fá að njóta góðs af einhveri af þessari orku sem hér er virkjuð til verkefna í fjórðungnum og því geta Reyknesingar ekki reiknað með að ganga að orku héðan sem gefnum hlut, hanna verða þeir að finna úr eigin orkusvæðum.
mbl.is 180.000 fm fyrir gagnaver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þau erlendu fyrirtæki sem reka gagnaver, eru búin að skoða aðstæður um allt land. Ef þau velja Suðurnes, þá er það vegna þess að aðstæður eru beztar þar fyrir þessa starfsemi. Líklega er það nálægð flugvallarins sem veldur því, að einhverju leyti. Vinstri Grænir hljóta að verða glaðir ef eitthvað verður úr þessum áformum, en þetta eru bara áform og athuganir ennþá.

 

Menn ættu að gjalda varhug við að reisa mörg gagnaver. Þetta er óstöðug starfsemi sem fyrirvaralaust getur hlaupið burt. Þá eru álverin traustari kaupendur raforku, því að framleiðslutækni þeirra er stöðug og þróunin jöfn og sígandi.

 

Vonandi fara menn ekki að bítast um hvar í landinu stóriðja skuli vera. Landið er allt eitt og sama búsetusvæðið og þjóðin ein. Staðreyndin er sú, að vatnsorkan er mest inn til landsins en stóriðjan þarf hafnaraðstöðu. Það væru mikil mistök hjá Sunnlendingum að fara að amast við notkun raforkunnar á Suðurnesjum, sem eru hluti af sama kjördæmi og uppsveitir Suðurlands.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.11.2009 kl. 00:54

2 Smámynd: Rafn Gíslason

Ég er ekki aldeilis sammála þér um þetta Loftur. Hvað raforkuna varðar þá gagnast það sunnlendingum lítið atvinnulega séð að upp rísi gagnaver og álver á Reykjanesi, það skapar ekki vinnu hér á Suðurlandi frekar en á Vestfjörðum sem dæmi. Þó Reykjanesið tilheyri sama kjördæmi þá er það langsót að halda því fram að allir í kjördæminu njóti góðs af þessum verkefnum atvinulega séð, en um það snýst málið er það ekki, eru Reyknesingar ekki að keyra þetta og önnur verkefni með það í huga til að skapa atvinnu í sínum fjórðungi.Þú segir að vatnorkan sé mest inn til landsins en þá er það til að taka að talað er um að virkja neðrihluta Þjórsár og Bitrusvæðið, það getur ekki talist til innsveita né uppi á öræfum en látum það liggja á milli hluta hvað telst til hálendisins og innlands. Stórskipahöfn er þegar hönnuð hér á Þorlákshöfn þó svo að hún sé ekki komin þá eru til staðar allar rannsóknir og hönnun á þeirri höfn, hér er líka til staðar nægt landrími til uppbyggingar eins og víðast hvar á Suðurlandi. Ég jafnt og aðrir Sunnlendingar geri mér fulla grein fyrir því að hver sú atvinnuuppbygging sem til landsins kemur er af þjóðarhag og skilar gjaldeyri til þjóðarbúsins, en þetta snýst ekkert um það sem stendur heldur um hvar á landinu byggja eigi upp atvinu skapandi fyrirtæki. Sunnlendingar hafa nú um áratuga skeið orðið að horfa á eftir raforku framleiddri á Suðurlandi fara til uppbyggingar annarstaðar á landinu og við það verður ekki unað lengur svo einfalt er það, hér vantar atvinnutækifæri Loftur ekkert síður en á Reykjanesi eða annarsstaðar á landinu.

Rafn Gíslason, 9.11.2009 kl. 11:23

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Rafn, margir telja Þorlákshöfn ekki hluta af Suðurlandi. Hvers vegna ættu Sunnlendingar þá að vera hrifnir af notkun raforkunnar vestan Ölfusár ? Þú ert að binda þig hættulega mikið við þrönga svæðisbundna hagsmuni. Slíkt leiðir örugglega til ófarnaðar.

 

Flest sveitarfélög eru vissulega, að vinna að atvinnumálum á sínu svæði, en aðstæður eru mismunandi og flestir hafa skilning á nauðsyn sérhæfingar. Þú talar um að “skapa atvinnu í sínum fjórðungi”. Hvers vegna ættu landsfjórðungarnir að skipta einhverju máli, varðandi atvinnumál ? Þetta er gömul skipting sem enga merkingu hefur umfram það að vera gömul.

 

Alls ekki hef ég á móti starfrækslu fyrirtækja á ákveðnum stöðum á landinu. Á Suðurlandi er mjög fjölbreytt atvinnustarfsemi og það er bara gott. Hins vegar er samstaða í landinu um sameiginlegt orkukerfi fyrir landið allt. Inn á það er víða framleidd orka og víða er notkun. Fáir draga í efa að þetta sé hagkvæmt, fyrir alla landsmenn, á svipaðan hátt og Hringvegurinn nýtur almenns stuðnings. Varla vil þú leggja hann af ?

 

Ef Sunnlendingar vilja ráðast í stóriðju eða aðra starfsemi, þá er öruggt að flestir landsmenn styðja það. Sunnlendingar mega ekki falla á það lága plan, að öfundast við aðra landsmenn vegna einstakra verkefna.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.11.2009 kl. 12:01

4 Smámynd: Rafn Gíslason

Loftur við Sunnlendingar öfundumst ekki við því að byggt sé upp atvinustarfsemi í fleiri umdæmum en hér á Suðurlandi, það var einmitt það sem ég sagði í upphafi greinar minnar. Reyknesingar hafa einmitt notað sömu rök og ég, eða að komin sé tími á uppbyggingu á þeirra svæði og hafa haldið því á lofti að vegna brottfarar varnaliðsins þá sé komin tími til byggja upp þar, þetta hafa meðal annars flokksbræður þínir sagt. Þú talar um að fjölbreitt atvinustarfsemi sé á Suðurlandi, má ekki með sömu rökum tala um að fjölbreitt atvinnustarfsemi sé á Reykjanessvæðinu, því þessi svæði eru um margt lík. Þú nefnir einnig hringvegin til samanburðar, ekki eru allir sáttir við hvernig að uppbyggingu hans hefur verið staðið og á ég þar við forgangsröðunina, en það dytti ekki neinum í hug að vera á móti uppbyggingu hans í heildsinni. Hér gildir það sama, við deilum um hvar á að byggja upp og í hvaða röð, engin deilir um þjóðhagslega hagkvæmni á uppbyggingu atvinuveganna á landinu. þú talar um að samstaða sé um sameiginlegt orkukerfi í landinu og því ætla ég ekki að neita, en þér er þó jafn vel kunnugt og mér að ekki hefur verið samstaða um það hvar eig að nýta þá orku sem hefur verið á boðstólum og hvernig, svo ekki sé talað um að litlar líkur eru á að mikið af orku verði til skiptana næstu árin. Sunnlendingar hafa reynt að fá hingað gagnaver og annan orkufrekan iðnað og hafa reyndar skrifað undir svipaða viljayfirlýsingu og nú er gert á Reykjanesi, en því miður hafa slík áform ekki náð alla leið og er þá ekki síst um að kenna að orka til þeirra verkefna hefur ekki verið á boðstólum. Loftur ekki hef ég heyrt þá fullyrðingu áður að Þorlákshöfn tilheyri ekki Suðurlandi, en mætti þá ekki eins segja það sama um Hveragerði til dæmis eða Eyrabakka sem er álíka langt frá Ölfusánni og Þorlákshöfn, enda var ég ekki að tala um að sú orka sem til fellur hér Suðurlands á komandi misserum eig endilega að koma til uppbyggingar hér í Þorlákshöfn, heldur á Suðurlands undirlendinu.

Rafn Gíslason, 9.11.2009 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband