ESB fagnar !

Kannski ekki nema von að fagnað sé þar á bæ, því nú er að rætast sú ósk Angelu Merkel sem í forsætis tíð sinni hvatti þær þjóðir ESB sem hafnað höfðu samninginum að greiða um hann atkvæði aftur. Það hefur verið gert í nokkrum löndum en þá án aðkomu almennings í þeim þjóðlöndum, heldur hefur sú atkvæðagreiðsla farið fram á þjóðþingum landanna til að tryggja rétta niðurstöðu. Slík er virðing ESB fyrir lýðræðinu og skoðunum almennings í aðildarlöndunum. Það skal aðeins kjósa í almennri þjóðaratkvæðisgreiðslu í þeim löndum þar sem tryggt er að rétt niðurstaða fæst. Það er núna eitt ár frá því að Írar höfnuðu sama sáttmála og nú var greitt atkvæði um og ekki að furða að hinum almenna borgara hafi ekki fundist ástæða til að mæta á kjörstað þegar svo er farið með lýðræðið. Skildi þjóðaratkvæðagreiðslan um aðild okkar að ESB fá sömu meðferð? Það er full ástæða til að spyrja sig að því í ljósi reynslunar af þjóðaratkvæðargreiðslum sem tengjast ESB..
mbl.is ESB fagnar írsku jái
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband