Það þarf að stokka upp á nýtt.

Hvenær ætlar ASÍ að draga hausinn út úr afturendanum á þessari ríkisstjórn og fara að vinna fyrir umbjóðendur sína, af þeim voru þeir kosnir til starfa og fyrir þá ber þeim að vinna. Treysti stjórnendur ASÍ sér ekki til þess, þá væri það öllum til góðs að þeir láti af störfum strax. Náin tengsl forustumanna stéttarfélaga við stjórnmála afl getur verið stéttarfélögunum skaðleg, sérstaklega þegar til forustu þeirra veljast menn sem vita ekki hvorum þeim ber að sína hollustu. Félagsmönnum veraklíðsfélagana blöskrar orðið að horfa upp á stjórnendur veraklíðsfélaga og lífeyrissjóða taka sér laun sem eru margföld árslaun umbjóðanda þeirra og í sumum tilfellum laun sem skipta tugum miljóna á ári, ásamt þeim fríðindum sem margir þeirra hafa í formi lúxusbifreiða og fl. Það er því komin tími til að stokka upp hjá stéttarfélögum landsins rétt eins og hjá viðskiptalífinu og stjórnmálaöflunum. Margir stjórnendur veraklíðsfélagana eru komnir gjörsamlega úr tengslum við umbjóðendur sína og þau lífskjör sem þeir búa við í dag, það þarf því að hefja hreinsun á þeim vettvangi strax og gera stéttarfélögin aftur að virku barátuafli launþega eins og þau eru stofnuð til.
mbl.is Mæta vanda 10.000 fjölskyldna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er full þörf á að stokka upp í verkalýðsfélögunum. Forkólfarnir eru margir hverjir í stjórnum lífeyrissjóðanna og vegna tengsla sinna við atvinnurekendur í stjórnunum þá vilja þeir ekki gera neitt sem gæti ruggað bátnum. Vilja vera ,,memm". Skítt með ellilífeyris- og örorkulífeyrisþegana þeir mega missa 10-20% af sinni framfærslu.

Þessir skattar hafa næstum árslaun verkamanns í laun hjá lífeyrissjóðnum og fundir eru haldnir á vinnutíma sem þeir eru búnir að selja sínu verkalýðsfélagi. Eða er dregið af þeim þessar klukkustundir sem fara í að vera ,,memm" með atvinnurekendum? Ekki eru þeir að hugsa sum sitt fólk.

Hver er þín skoðun?

Ella (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband