Burt með spillinguna og siðleysið!

Ekki finnst mér það neinu skipta hvort maðurinn er Framsóknarmaður eða ekki og hvort hann hefur brotið lög, hér erum slíkt dómgreindarleysi að ræða að manninum getur ekki verið stætt á að sitja áfram í bankaráði. Það er með öllu ólíðandi að bankaráðsmenn ráðleggi fyrirtækjum að fara beinlínis gegn stefnu þeirrar stofnunar sem hann á að gæta hagsmuna almennings í landinu. Hann fær væntanlega greitt fyrir setu sína í ráðinu og ber að hafa hagsmuni okkar að leiðarljósi. Treysti hann sér ekki til þess, þá á hann að víkja umsvifalaust úr bankaráði og á reyndar að gera það sjálfviljugur nú þegar, er svona staða er komin upp.

Burt með spillinguna og einkahagsmuni gerum ríka kröfu til heiðarleika þeirra sem sitja í stofnunum hins opinbera og að þeir sem þar sitja sjái sóma sinn í að koma heiðarlega fram, annars víki þeir ella.


mbl.is Gegn markmiðum Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Mistök Magnúsar Árna ekki mistök Framsóknarflokksins

http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/947005/

Hallur Magnússon, 12.9.2009 kl. 11:06

2 Smámynd: Rafn Gíslason

Hallur. Eins og ég sagði, þá gildir það einu hvort viðkomandi er framsóknarmaður eða úr öðrum flokki. Hér er um að ræða dómgreindarleysi einstaklings af þeirri gráðu að honum geti varla verið stætt að sitja áfram í bankaráði Seðlabankans.

Rafn Gíslason, 12.9.2009 kl. 11:17

3 identicon

Já, Rafn, burt með spillinguna.  Það er alls ekki við hæfi að hann sé eins hlutdrægur og lýst er í fréttinni.  Og líka skil ég ekki hvað pólitískir flokksmenn eru að gera í bankaráði Seðlabankans (og annarra ríkistyrirtækja).  Hélt Seðlabankinn ætti að vera alveg hlutlaus og ópólitískur?!?  Og öll ríkisfyrirtæki ættu að vera fagleg og ópólitísk. 

ElleE (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 16:28

4 Smámynd: Sjóveikur

það er laukrétt Rafn, spillingin er þverpólitísk ! en Hallur er einhvern vegin ekki með á þeim alvarlegu nótum sem Framsóknarflokkurinn hefur spilað, það eru gömul mál sem fylgja þessum flokk og menn sem eru enn áhrifamenn/konur sem hafa tekið þátt í réttarmorðum með þögn og samþykki !!

Byltingar kveðja, sjoveikur

www.icelandicfury.com

Sjóveikur, 12.9.2009 kl. 21:24

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2009 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband