Sögur af Bakkabræðrum.

Í tilefni af kastljósi sjónvarpsins í kvöld.

LoL BAKKABRÆÐUR Grin

Þeir bræður bjuggu eftir föður sinn á Bakka og voru kenndir við bæinn og kallaðir ýmist Bakkabræður eða Bakkaflón. Þeir erfðu Brúnku eftir karlinn og létu sér mjög annt um hana. Einu sinni kom hvassviðri mikið og urðu þeir þá hræddir um að Brúnka mundi fjúka, báru því á hana og hlóðu upp með henni svo miklu grjóti sem á henni - tolldi; eftir það fauk hún hvorki né stóð upp framar.

Einu sinni voru þeir bræður enn á ferð og mættu manni sem hafði dýr í barmi sínum sem þeir höfðu aldrei séð. Þeir spurðu hvað þetta dýr héti og til hvers það væri haft. Maðurinn segir að það sé köttur og drepi hann mýs og eyði þeim úr húsum. Það þykir þeim bræðrum mikil gersemi og spyrja hvort kötturinn sé ekki falur. Maðurinn segir að svo megi þeir mikið bjóða að hann selji þeim hann og varð það úr að þeir keyptu köttinn fyrir geipiverð. Fara þeir svo heim með kisu og láta vel yfir sér. Þegar heim kom mundu þeir eftir því að þeim hafði láðst eftir að spyrja um hvað kötturinn æti; fara þeir svo þangað sem maðurinn átti heima sem seldi þeim köttinn. Var þá komið kvöld og fór einn þeirra upp á glugga og kallaði inn: "Hvað étur kötturinn?" Maðurinn svarar í grannleysi: "Bölvaður kötturinn étur allt." Með það fóru þeir bræður heim, en fóru að hugsa um þetta betur að kötturinn æti allt. Þá segir einn þeirra: "Bölvaður kötturinn étur allt og hann bróður minn líka," og svo sagði hver þeirra um sig. Þótti þeim þá ráðlegast að eiga ekki kisu lengi yfir höfði sér, fengu mann til að stúta henni og græddu lítið á kattarkaupunum.

Þá keyptu þeir bræður einu sinni stórkerald suður í Borgarfirði og slógu það sundur svo það væri því hægra í vöfunum að flytja það. Þegar heim kom var keraldið sett saman og farið að safna í það, en það vildi leka. Fóru þá bræðurnir að skoða hvað til þess kæmi. Segir svo einn þeirra: "Gísli-Eiríkur-Helgi, ekki er kyn þó keraldið leki, botninn er suður í Borgarfirði." Síðan er það haft fyrir máltæki: "Ekki er kyn þó keraldið leki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, Rafn, það var voðalegt að hlusta á mann-skömmina og ég gat ekki haldið það út.   Og enn bíðum við eftir að þessir menn verði stoppaðir. 

ElleE (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband