Góð grein hjá Evu Joly.

Þessi grein Evu Joly er mjög athyglisverð og segir margt um þær þjóðir og Sambönd sem vissum stjórnmálamönnum eru svo hugleikin þessa daganna, ég man tildæmis eftir stjórnmálamanni sem nú vermir stól utanríkisráðherra flytja ræðu á alþingi þar sem hann sagðist ekki kyssa vönd kvalara sinna, eitthvað hefur innihald þeirrar fullyrðingar skolast til hjá þeim góða manni, eða er ríkisstjórn Íslands svo gjörsamlega vanmátug að takast á við endurreisn efnahagslífsins að hún gleypir allt sem að henni er rétt frá erlendum aðilum og gerir lítið sem ekkert til að koma lögum yfir þá aðila sem komu okkur í þessa stöðu, eða var það kannski aldrei ætlunin.

Hugleiðing svona í lokin, það hefur verið talað um að okkur beri að greiða 20 þúsund evrur per reikning í Icesave málinu en nú talar EVa Joly um 50 til 100 þúsund evrur per reikning, er ekki hægt að gera þá kröfu til stjórnvalda að þau upplýsi þjóðina hvað er hið rétta í þessu máli, séu fullyrðingar Evu réttar þá erum við komin langt frá þeim upphæðum sem haldið hefur verið að þjóðinni að hún þurfi að greiða vegna Icesave og því full ástæða til að spyrna við fótum og krefjast svara.


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eva Joly er eina raunverulega stjórnarandstaðan.  Samfylkingin er til í hvaða uppgjafaskilmála sem er og Steingrímur fylgir henni.  Við værum í vondum málum ef ekki væri fyrir nokkra sjálfstæða þingmenn VG  sem gleypa ekki hvað sem er.

Sigurður Þórðarson, 1.8.2009 kl. 11:35

2 Smámynd: Elle_

Já, ég man líka eftir þeim gömlu orðum núverandi utanríkisráðherra.   Okkar riskissjóður er ekki lagalega ábyrgur fyrir Icesave.   Það hafa komið fram ótal rök og vísan í lög um það.  Loftur A. Þorstieinsson hefur skrifað mikið um það.

Elle_, 1.8.2009 kl. 21:57

3 Smámynd: Elle_

Átti nú að vera ríkissjóður og Loftur A.  Þorsteinsson.  

Elle_, 1.8.2009 kl. 22:41

4 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Áhugavert hjá þér Rafn.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 2.8.2009 kl. 05:41

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Elle hefur fullkomlega rétt fyrir sér. Svo er þetta einkar vel mælt hjá Sigurði: "Við værum í vondum málum ef ekki væri fyrir nokkra sjálfstæða þingmenn VG sem gleypa ekki hvað sem er." En hafa menn nokkuð gleymt því, að þingflokkur Samfylkingarinnar ætlaði sér að kjósa með ríkisábyrgð á Icesave án þess að hafa séð hann? Átta menn sig nú á því, hvílíkar heybrækur og liðleskjur þessi þingflokkur er gagnvart því ábyrgðarmesta hlutverki sínu að standa vörð um landsins rétt og hagsmuni?

Jón Valur Jensson, 2.8.2009 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband