Þá á að rannsaka Icesave málið allt frá tilurð þessara reikninga til dagsins í dag.

Það er sjálfsagt að rannsaka það mál ef þingheimur telur að það muni varpa ljósi á það og skýra betur fyrir þeim og almenningi hver staða og tilurð þess máls er. Verði það gert þarf að fara í saumana á því máli allt frá byrjun eða frá þeim tíma að stofnað var til þessara reikninga og meðhöndlun þeira bæði af Landsbankanum og aðkomu þeirra ríkisstjórna sem hafa haft hafa um málið að segja frá byrjun, ekki einungis einhvern afmarkaðan tím þess, fyrr verður ekki greind staða málsins og tilurð sem og embætisfærslur þeirra sem að málinu hafa komið að. Sé svo búið um hnútana þá er sjálfsagt að slík rannsókn fari fram.
mbl.is Vilja sérstaka Icesave-rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Rafn, ég er alveg sammála þér að það ætti að rannsaka allt Icesave-málið frá upphafi og þó löngu fyrr hefði verið.  Skil ekki af hverju það hefur ekki enn verið hafin rannsókn og á meðan böðlast núverandi ríkisstjórnarflokkar á þjóðinni, með Jóhönnu, Steingrím og Össur í fararbroddi.  Og að ógleymdum Gylfa nokkrum sem er nú hættur.  

Elle_, 18.9.2010 kl. 21:39

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2010 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband