Hvað mun flokksráð VG gera núna?

Á flokksráðsfundi VG sem fram fór þann 25-26 júní í sumar var eftirfarandi ályktun samþykkt:

Málsmeðferðartillaga um ESB.
Flokksráðsfundur VG samþykkir að vísa tillögu um að aðildarumsókn að Evrópusambandinu til málefnaþings, sem haldið verður á haustmánuðum.
Forsendur ESB umsóknar eru breyttar og í því ljósi er mikilvægt að málið verði tekið til gagngerrar endurskoðunar. Jafnframt felur flokksráð stjórn flokksins að skipa hið fyrsta undirbúningshóp til að halda utan um meðferð málsins fram að málefnaþinginu vegna fyrirhugaðs málefnaþings.
Flokksráð ítrekar andstöðu VG við aðild að Evrópusambandinu og vísar til fyrri samþykkta í þeim efnum.

Hvað skilda hafa orðið af þessum áætlunum? Heyrst hefur að verið sé að svæfa málið í umræddri nefnd og að af þessum fundi verði ekki eins og til stóð nú í september, og hefur heyrst að í stað þessa fundar eigi að koma fjórir fundir á komandi vetri þar sem ESB umræðan eigi að fara inn í almennar umræður um utanríkismál einhvern tíman seint í haust eða á vormánuðum. Því miður er svona komið í VG þar sem forysta flokksins gerir allt til að þagga niður í grasrót flokksins og svæfa lýðræðislega umræðu um ESB málið, og fara þar fremstir í flokki það fólk sem helst hallast að ESB innan VG og geta menn giskað á hver þar fer fremstur í flokki.  Því miður lesendur góðir svona er farið með lýðræðislega teknar ákvarðanir á þeim bæ, spurningin er því hvort flokksráð og félagsmenn VG ætla að láta þetta óátalið eða spyrna við fótum, framtíð Vinstri grænna veltur á því, þar sem þegar  hefur verið vart við fólksflótta úr flokknum vegna ESB málsins. Hvað mun flokksráð VG gera núna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Að sjálfsögðu mun VG svíkja einu sinni enn með Árna Þór, Björn Val og Steingrím þarna.  Ekki við neinu öðru að búast, Rafn.  Maður sem hefur logið mun langoftast ljúga aftur og aftur og endalaust.   Hvað er að VG, Rafn?  Geta þeir alls ekki losað sig við þessa skaðlegu stjórnmálamenn??

Elle_, 1.9.2010 kl. 00:15

2 Smámynd: Rafn Gíslason

Elle ég er hættur að skilja hvað þessu fólki gengur til, það er markvist verið að rífa niður það góða og mikla starf sem unnið hefur verið í grasrótinni og beinlínis verið að hrekja þetta fólk burt úr flokknum og ég veit um nokkra sem dyggilega hafa unið af uppbyggingu flokksins sem hættir eru, sumt af þessu fólki hefur gengt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn svo sem formensku í svæðisfélögum hans. Ég tel einsýnt að það mun verða flótti úr VG í haust eða vetur þegar flokksmenn sjá hvað í uppsiglingu er.

Rafn Gíslason, 1.9.2010 kl. 17:01

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Rafn, þetta eru skelfilegar fréttir!

Guðrún Sæmundsdóttir, 1.9.2010 kl. 22:31

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Pólitíkin snýst um ESB með eða á móti, það er óumflýjanleg staðreynd og ef að "órólega deildin" í V-G er farin að kyssa vöndinn þá er ekkert annað að gera en að krefjast nýrra alþingiskosninga.

Guðrún Sæmundsdóttir, 1.9.2010 kl. 22:34

5 Smámynd: Rafn Gíslason

Já Guðrún svona er pólitíkin og forusta VG er rotin inn að merg svo mikið er víst. Ég veit um fólk sem hefur gengt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, svo sem formensku í kjördæmafélagi og á setu í miðstjórn flokksins en hefur nú í vikunni sagt sig endanlega úr VG bæði vegna ESB og starfa forustunnar í þessari ríkisstjórn. Ég held því miður að þetta sé aðeins byrjunin á flótta félagsmanna sem hafa verið gagnrýnir á forustuna og að það muni verða aukin flótti úr flokknum á komandi mánuðum.

Rafn Gíslason, 1.9.2010 kl. 23:01

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Málið er að þetta er svona í öllum flokkunum fjórum.  Ég heyrði sjálfstæðismann segja, mann sem hefur gengt margskonar ábyrðarstöðum fyrir þann flokk, að grasrótin væri að gefast upp, því forystumenn væru bara með lygar og falskar fréttir til að halda þeim góðum.  Ég er alveg viss um að svona er þetta líka bæði í Framsókn og ekki síst tækifærissinnaðasta flokk Íslands Samfylkingunni.  Málið er að reyna að sameina þessar grasrætur til að skipta út þessu spillingarliði og fá inn nýtt lifandi afl sem hefur sannleika, sanngirni og heiðarleika að leiðarljósi.  Ég fer að verða dálítið vonlaus samt sem áður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.9.2010 kl. 11:34

7 Smámynd: Rafn Gíslason

Ásthildur það eru fleiri sem eru að missa alla tiltrú á fjórflokkunum og vinnubrögðum þeirra, og það er full þörf á að skapa nýtt sameinað afl fólks sem vill sjá eitthvað annað en það sem við okkur blasir nú, vandamálið er bara að um svo marga smáa hópa er að ræða og óskipulagða að þeyr eru bitlausir í þessari baráttu.

Rafn Gíslason, 2.9.2010 kl. 15:29

8 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Innan fjórflokkanna er fjöldi hæfra einstaklinga sem hafa unnið af samviskusemi og dugnaði bakvið tjöldinn fyrir flokkinn sinn. nú er kominn tími á það að skipta út öllu rotnu eplunum í körfunum og fá allt þetta fólk fram í forustusveitina. Semsagt mokið flórinn allir flokkar og undirbúið ykkur fyrir  kosningar!

Mér líst nefnilega ekkert alltof vel á ný framboð, við höfum bæði séð Borgarahreyfinguna og Besta flokkinn í neyðarlegum uppákomum og það er alltof mikið í húfi til að halda áfram svona tilraunastarfsemin og spaugi 

Guðrún Sæmundsdóttir, 2.9.2010 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband