Nú er nóg komið:

Er ekki komin tími til að þingmenn og ráherrar VG tali tæpitungulaust um hvað þau vilja í ESB málinu, þessi hringlandi er engum til framdráttar og félagsmenn og kjósendur VG eiga orðið heimtingu á að vita hvar flokkforustan stendur þegar að þessu mikilvæga máli kemur. Það gengur hreinlega ekki að tala gegn ESB á tyllidögum og til að róa félagsmenn og framkvæma svo eitthvað allt annað þegar á hólminn er komin. Nú viljum við hreinskilin og undanbragða laus svör frá forustu VG um hvar hún stendur varðandi ESB, annað gengur ekki. Þessi hringlandi er ekki í takt við ályktun flokksráðs frá fundinum á Akureyri í vetur þar sem samþykkt var að forustan skildi beita sér gegn ESB aðild.

Nú er nóg komið.


mbl.is Jón eini ráðherrann á móti fækkun ráðuneyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, Rafn.  Evrópubandalagsvitleysan passar ekki við neitt sem flokkurinn hefur ÞÓTTST standa fyrir.  Maður er fyrir löngu hættur að skilja af hverju hinn öfugsnúni Steingrímur J. fær enn að vera í flokksforystu, svíkjandi ALLT og farandi gegn ÖLLU sem flokkurinn hefur lofað flokksmönnum og kjósendum.   Aumur flokkur og stórhættuleg flokksforysta.  Steingrímur J. passar vel við allt hrollvekjandi Jóhönnuliðið.

Elle_, 15.5.2010 kl. 18:27

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, nú er nóg komið, Rafn. Gott hjá þér að hefja upp raust þína sem vinstri maður. En hræddur er ég um, að ýmsir séu nú þegar búnir að svíkja lit í þingflokki Vinstri grænna. Árni Þór Sigurðsson með sinn 10 milljóna króna styrk frá Evrópubandalaginu á bakinu, einnig dóttir hans Svavars, sem sennilega hefur látið blekkjast og tælast í veizlusölum Evrópu-diplómata, eins og ráða má í af óþjóðhollri Icesave-stefnu hans, meðvirkri með stefnu EU-manna í málinu – og dóttirin þá e.t.v. á sömu línunni – einnig eru Steingrímur J. og Björn Valur Gíslason stórvarasamir og ekki treystandi í þessu máli fremur en öðru, og sjálf Katrín Jakobsdóttir, sem dirfðist að mæta á fullveldisfund Heimssýnar eitt árið og talaði með og móti bandalaginu, en virtist sem sé ekki princípmanneskja, hún er líkleg vegna tengsla við ýmsar háskóla- og 101-kreðsur til að vera veik fyrir Evrópubandalaginu, enda segir í viðfestri frétt: "Katrín segir afstöðu Jóns í þessu máli fyrst og fremst byggjast á afstöðu hans til aðildar að Evrópusambandinu." – Það er ekki að heyra á þessu, að henni þyki neitt til þessa koma!

Jón Bjarnason er ekki aðeins að verja sitt ráðherrasæti, heldur fyrst og fremst að verja sjálfstæði Íslands.

Með kærri kveðju,

Jón Valur Jensson, 15.5.2010 kl. 18:32

3 Smámynd: Rafn Gíslason

Ég er sammála því að hringlandaháttur forustunnar í ESB málinu er algjörlega óásættanlegur, það verður að skera á þennan hnút og koma skýrt fram hvað flokkurinn og forusta hans vill hér, það gengur ekki að tala í og úr eftir því hvernig vindarnir blása. Ég sagði mig úr flokknum vegna hringlandaháttarins í þessu máli fyrir ári síðan og í dag hefur ekkert breyst þrátt fyrir gefin loforð um að staðið yrði á andstöðu flokksins gegn ESB, þar eru hver svikin ofan á önnur.

Rafn Gíslason, 15.5.2010 kl. 18:42

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Svo sannarlega er nóg komið hjá forystusauðunum í VG. Það er að minnsta kosti komið að því að draga sauðagærurnar af ESB-úlfunum þar á bæ.

Jóhannes Ragnarsson, 15.5.2010 kl. 19:57

5 Smámynd: Rafn Gíslason

Það þarf að huga að stofnun nýs flokks Jóhannes þetta gengur ekki lengur.

Rafn Gíslason, 15.5.2010 kl. 20:19

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ætli það sé ekki bara þegar byrjað að huga að því, Rafn. Ég held það.

Jóhannes Ragnarsson, 15.5.2010 kl. 20:28

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Skil þig vel Rafn minn. Sagði mig úr Framsókn fyrir mörgum árum vegna ESB-daðurs flokksforystunar þá. Fjórflokknum er ENGUM treystandi í þessu stærsta máli lýðveldisins. Hins vegar kemur mér ekkert á óvart með VG sbr.
blogg mitt í dag.  Þurfum nýjan heilsteyptan flokk fyrir íslenzka hagsmuni
og almennings á Íslandi. ALMENNINGISFLOKK Á ÞJÓÐLEGUM GRUNNI!
Sammála ?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.5.2010 kl. 20:41

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

U.þ.b. helmingur þeirra sm kýs vg hefur viljað aðild að ESB.

Þeir sem eru að væla þetta og skæla endalaust yfir jafnsjálfsöðgu skrefi og því að sækja um aðild að ESB - þeir eiga bara að ganga í einangrunararm sjallaflokks og LÍÚ flokkinn.  Þar eiga þeir heima og geta skimað þar útúr göngunum með báðar hendur á dyrastafnum heimóttalegiur á svip.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.5.2010 kl. 21:13

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

En hvernig er svipurinn og upplitið á þér, frummveldisframsalssinninn Ómar Bjarki?

Jón Valur Jensson, 15.5.2010 kl. 22:06

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna vantaði eitthvað á einbeitinguna hjá mér – ætlaði að segja:

fullveldisframsalssinninn Ómar Bjarki ...

Jón Valur Jensson, 16.5.2010 kl. 00:35

11 Smámynd: Rafn Gíslason

Skoðanakannanir hafa sýnt Ómar að 70 % félagsmanna VG eru á móti ESB aðild þannig að það væri fróðlegt að sjá hvaðan þú hefur þínar tölur ef þær eru þá á annað borð til. Það að ganga í ESB er ekkert sjálfsagt mál eins og þú nefnir það.

Rafn Gíslason, 16.5.2010 kl. 01:09

12 identicon

Hérna, hvernig er það eiginlega, horfði e-r af ykkur spekingunum yfir höfuð á þetta Pressu-viðtal við Katrínu, sem talað er um í fréttinni?

Það er auðvitað alltaf jafn gaman að fussa og sveia og ímynda sér það sem maður vill að sé satt, en ef þið hefðuð yfir höfuð haft fyrir því að horfa á viðtalið í staðinn fyrir að lesa bara það sem Mbl.is matreiðir ofan í ykkur, þá hefðuð þið kannski séð Katrínu leggjast ákveðið gegn ESB-aðild a.m.k. tvisvar sinnum í viðtalinu. Hún sagði orðrétt: „Sem andstæðingur aðildar að Evrópusambandinu þá veit ég alveg [...] að kannski eitt af því sem mun ráða afstöðu Íslendinga mun vera t.a.m. staða sjávarútvegs og landbúnaðar“ og „Það er erfitt að hugsa sér Evrópusambandið sem lausn við tímabundnum vanda, annað hvort vill maður bara vera með með kostum og göllum eða maður vill ekki vera með. (Spyrill: Og þú vilt ekki vera með?) Nei, ég hef ekki breytt um skoðun á því.“

Svo ég segi bara: Hafið þetta alveg eins og þið viljið, býsnist yfir þessu eins og þið getið, en ef þið fullyrðið bara si svona út í loftið án þess að láta fólk njóta sannmælis þá skulið þið ekki búast við því að fólk taki mikið mark á ykkur.

Gunnar Magnússon (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 02:25

13 Smámynd: Rafn Gíslason

Komdu sæll Gunnar það er einkennileg árátta þetta með þingmenn og forustu VG sem sífellt gefur yfirlýsingar um að hún sé á móti ESB en tekur svo þátt á fullu í að aðlaga stofnanir og er virkur þátttakandi í aðildarferlinu, hljómar það ekki tvísagnakennt svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Er ekki eins og komið hefur fram í umræðunni að sameining þessara ráðuneyta er hluti af því aðlögunarferli og það kannski ástæða þess að Jón er á móti því, enda eru uppi miklar efasemdir um það innan raða VG.

Rafn Gíslason, 16.5.2010 kl. 09:02

14 identicon

Við eigum að fá að kjósa um aðeild að ESB í lýðræðislegri kosningu! Þetta er líklega stærsta mál Íslands síðan stofnun lýðveldissins. Það á gera skýra málið, enga hálf marklausa kosningu eins og Icesave var, heldur alvöru bindandi kosningu! Lengi lifi lýðræðið á Íslandi!

Bjarni (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 10:02

15 Smámynd: Elle_

Getur Ómar þessi ekki bara fluttst til EU lands og leyft sjálfstæði landsins að vera í friði???   Það væri hollara fyrir bæði hann sjálfan og okkur.   Hann getur þá staðið þar heimaóttalegur í hlaði með staf sinn, sem hann ætlar okkur hinum.  EU dýrkun hans kemur okkur hinum ekkert við. 

Elle_, 16.5.2010 kl. 11:48

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála með að VG hefur brugðist illilega og siglir undir fölsku flaggi, með örfáum undantekningum þó.  Og þau eru kölluð órólega deildin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2010 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband