Að selja sig fyrir völd og stóla.

Nei er nú ekki komið nóg af þessari vitleysu, ætlar forusta VG en og aftur að láta Samfylkinguna segja sér fyrir verkum í ESB málinu? Er ekki komið nóg af svikum við félagsmenn og kjósendur VG. Flokksráð hefur sent forustunni og þingmönnum flokksins skýr skilaboð um afstöðu þess í málinu og það hafa reyndar svæðafélögin gert líka, nú er því  komin tími til að forusta VG taki af skarið og segi félagsmönnum flokksins hvar hún stendur í þessu máli og hætti að klóra yfir gerðir sínar með undanslætti, með því móti geta þeir sem ekki telja sig eiga samleið með flokknum sagt sig frá honum og hafið baráttu sína á öðrum vettvangi eða hreinlega stofnað annan flokk.  Þingmenn og forusta flokksins verður að gera upp við sig hvar hollustan liggur, annaðhvort heldur hún áfram að skríða fyrir Samfylkingunni eða hysjar upp um sig buxurnar og fer að vinna eftir vilja flokksmanna og eftir stefnu VG. Í raun er þetta eins og götumellan sem selur sig fyrir næsta dóp skammt nema í þessu tilfelli eru það þingmenn og forusta VG sem er að selja sig fyrir annað dóp sem kallast völd og stólar og ég veit hreint ekki hvor aðilinn er veikari.


mbl.is Tuktar þingmenn Vinstri Grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Algerlega sammála þér, Rafn.  Það er sorglegt orðið hvað þau hafa snúist á hvolf.

Elle_, 25.2.2010 kl. 20:48

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það eina sem Samfylkingin þarf að gera í þessari ríkisstjórn er að stjórna VG. Svo mætti snúa þessu við og segja að sá vægi sem vitið hefur meira.!

Gísli Ingvarsson, 25.2.2010 kl. 20:56

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála þér Rafn, þessi viðsnúningur sem hefur orðið hjá VG er alveg hreint ótrúlegur ef satt á að segja, og góð samlíking hjá þér með melluna.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.2.2010 kl. 23:29

4 Smámynd: Elle_

Svo mætti snúa þessu við og segja að sá vægi sem vitið hefur meira.!

Já, að sjálfsögðu, -ef maður ætlar að nota innantóma frasa um hvað á að gera gegn yfirgangi.  Já, láta bara uppivöðslufólk valta yfir allt og alla.  Nei.  Pistillinn er góður hjá Rafni.   

Elle_, 26.2.2010 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband