Bjóðum þeim hlutlausa óháða rannsókn.

Það að Hollendingar hafi fyrirskipað rannsókn á samskiptum þeirra við Íslenska kollega sína um tilurð Icesave reikningana er af hinu góða, og ætum við að gera þeim tilboð um að það verði hluti af komandi samningsviðræðum að farið verði ofan í saumanna á þessum málum bæði í Hollandi og í Bretlandi sem og hér á Íslandi, og þá þar með talin beiting Breta á hryðjuverka löggjöfinni þeirra sem þeir beitu okkur í byrjun hruns. það er best að fyrir allar þjóðirnar sem að þessum samningum koma að þær geri hreint fyrir sínum dyrum og hið rétta komi í ljós, því hnútuköst sem þessi eru engum til framdráttar og eru ekki til þess fallin að bæta samskipti þessara þjóða. Almenningur í þessum löndum á heimtingu á því að hið rétta komi fram þannig að stjórnmálamenn og embættismenn komist ekki upp með að kasta ryki í augu samlanda sinna til að fegra sína aðkomu að málinu hver svo sem hún var, það er jú Íbúar þessara landa sem að lokum borga þann kostnað sem út af stendur eftir uppgjör Landsbankans. Bjóðum þeim því hlutlausa óháða rannsókn á Icesave.


mbl.is Rannsaka ásakanir um lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Rafn, ég er alveg sammála því að það þarf að rannsaka allar svona ásakanir og að almenningur í löndunum eigi heimtingu á að vita hið sanna.  Og með hinu sanna, verður að draga til baka allar rangfærslur um að ísl. ríkið og ísl. almenningur beri nokkra ábyrgð á Icesave, eins og logið hefur verið, ekki bara að almenningi landanna 3ja, heldur öllum heiminum.  Og útskýra þarf fyrir almenningi að lögin segi hið gagnstæða, frýji okkur ábyrgð.  Líka eigum við ekki að vera í neinum Icesave-samningaviðræðum við Breta og Hollendinga.  Og vegna þess að enginn dómur hefur úrskurðað um neina ábyrgð okkar og lögin lýsa hinu gagnstæða. 

Elle_, 13.2.2010 kl. 17:19

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2010 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband