ESB ályktun flokksráðs VG.

Loksins kom þá ályktun frá VG um ESB og hefði hún betur komið á síðasta flokksráðsfundi þar sem öllum er ljóst að engin vilji er innan raða flokksins í að fara þessa vegferð til ESB. Ég vill meina að flokksráð hafi verið blekkt hvað varðar það samkomulag sem náðist um  ESB þegar þau mál voru kynt í aðdraganda ríkisstjórnar samstarfsins og hefur það skemmt mikið fyrir samstöðunni í flokknum.  En hér er ályktunin um ESB eins og hún er birt á heimasíðu VG.

Flokksráðið ítrekar andstöðu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þrátt fyrir að nú hafi verið sótt um aðild að sambandinu, er það eindreginn vilji flokksráðs að Ísland haldi áfram að vera sjálfstætt ríki utan Evrópusambandsins.

Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hvetur ráðherra, þingmenn og félagsmenn Vinstri grænna um allt land til að halda stefnu flokksins um andstöðu við aðild Íslands að ESB á lofti og berjast einarðlega fyrir henni. 

Í ljósi afstöðu flokksins telur flokksráðið brýnt að til verði fastur farvegur skoðanaskipta um Evrópumál á vettvangi flokksins og hvetur til ítarlegrar umfjöllunar um þau, m.a. með málþingum og málefnastarfi.  Flokksráðið felur stjórn flokksins að skipa sérstakan starfshóp til að fylgjast grannt með því ferli sem nú er í gangi og tryggja upplýsingaöflun innan flokksins og til að starfa með þingflokki og fulltrúum flokksins í utanríkismálanefnd að Evrópumálum.  Flokksráðið leggur sérstaka áherslu á gegnsæi í umsóknarferlinu og hvetur til opinna umræðu- og fræðslufunda um ESB þar sem öll sjónarmið, kostir og gallar, eru dregin fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband